Eitt andlát varð af Covid-19 um helgina en þar var um að ræða sjúkling sem lagður var inn af öðrum orsökum en Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans.
Staðan kl. 9 í morgun var sú að 13 liggja á Landspítalanum vegna Covid-19 og eru þeir allir fullorðnir. Sex af þessum 13 eru óbólusett og meðalaldur sjúklinganna er 56 ár.