fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Orðið á götunni: Myglaðir spítalar, leikskólar, grunnskólar, háskólar og elliheimili vekja spurningar um afhverju ríkið getur ekki átt fasteignir

Heimir Hannesson
Mánudaginn 1. nóvember 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú líður varla sú vika þar sem fjölmiðlar flytja ekki fréttir af nýjum myglumálum. Staðan á leikskólum Reykjavíkur er þannig að ef þeir eru ekki lokaðir vegna Covid, þá er líklega verið að skella þeim í lás vegna myglu. Raunar segja gárungar að fljótlegra væri að telja upp þá skóla borgarinnar sem eru opnir, en þá sem eru lokaðir að hluta eða öllu leyti.

Þá sagði DV frá því fyrr í dag að skjólstæðingar Félagsbústaða þurftu frá að hverfa vegna myglu í húsi við Miklubraut hjá J.L húsinu.

Þetta eru kunnuglegar sögur.

Orkuveituhúsið er ónýtt. Verið það frá upphafi. Á vef sjálfrar Orkuveitunnar, sem byggði ónýta húsið, segir: „Við lest­ur mats­gerð­ar­inn­ar sést grein­i­leg­a að margt brást við hönn­un og upp­setn­ing­u út­veggj­a húss­ins. Eftir­lit­i með fram­kvæmd­inn­i var einn­ig á­bót­a­vant auk þess sem próf­an­ir á út­veggj­un­um voru ekki gerð­ar þó þess hafi ver­ið kraf­ist.“

Landspítalinn er ónýtur. 20 manns leita til læknis á ári vegna myglu í húsakynnum spítalans. Á þremur árum hefur spítalinn eytt 300 milljónum í viðhald vegna rakaskemmda. Veikindafjarvistir starfsmanna spítalans kostar ríkið aðrar 30 milljónir á ári. Fleiri deildir Landspítalans hafa reyndar legið undir skemmdum vegna myglu. Árið 2017 stigu stjórnendur Barna- og unglingageðdeildarinnar fram og lýstu sig ráðþrota vegna myglu. BHM hafði þá skoðað vinnuaðstöðu félagsmanna sinna innan geðdeildarinnar og krafist þess að Vinnueftirlitið lokaði húsinu.

Við Skólagerði í Kópavogi stendur nú auð lóð þar sem einu sinni stóð grútmyglaður Kársnesskóli. Nýr skóli kostar 4,1 milljarð.

Framtíð Fossvogsskóla í Reykjavík er enn óráðin, en þremur mánuðum áður en húsið allt var úrskurðað óhæft til kennslu, og jafnvel ónýtt, fékk það næsthæstu einkunn í úttekt heilbrigðiseftirlits borgarinnar.

Sambærilegar sögur er svo að segja af Hagaskóla, Breiðholtsskóla, Ártúnsskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar, Varmárskóla, Flóaskóla, Álfhólsskóla, Grundaskóla, Brekkuskóla, Oddeyrarskóla, Lundarskóla, Grunnskóla Ísafjarðar, Háskólanum á Akureyri, Tækniskólanum, Korpuskóla, Nesskóla og Myllubakkaskóla.

Svo eru það leikskólarnir. Efstihjalli, Austurkór, Kvistaborg, Ægisborg, Leikholt, Laugargerði og Álfaborg eru aðeins örfáir þeirra sem hafa verið lokaðir að hluta eða fullu vegna myglu undanfarin misseri.

Er von að spurt sé á götunni hvort hið opinbera standi hreinlega undir þeirri ábyrgð að eiga fasteignir?

Í Svíþjóð, fyrirheitna landi fylgismanna aukinnar samneyslu og jafnaðarmennsku, hefur verið farin sú leið að setja allar fasteignir í ríkisfasteignafélag sem opinberar stofnanir leigja svo hentug húsnæði af. Er það kannski eitthvað?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi