25 þúsund Íslendingar hafa nú séð kvikmyndina Leynilöggan sem frumsýnd var fyrir aðeins 13 dögum síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar sem segjast ánægð með viðbrögðin og að gaman verði að fylgjast með aðsóknartölum næstu vikurnar.
Leynilöggan verður svo frumsýnd á Norrænum dögum á Kvikmyndahátíðinni í Lubbeck í Þýskalandi næstkomandi miðvikudag og hefur MFA Plus Film tryggt sér dreifingarréttinn á myndinni á þýskumælandi svæðum. Stefnt er að frumsýningu þar á næsta ári.
Fyrir þá sem ekki enn hafa ekki farið á myndina í kvimyndahúsum, er sýnishorn af henni hér að neðan.