fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Stórfurðulegt myndband Facebook vekur furðu og óþægindi hjá Íslendingum – „Ég er orðlaus“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 31. október 2021 17:05

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum var tilkynnt um meiriháttar breytingu hjá Facebook en breytingin fólst meðal annars í því að fyrirtækið breytti um nafn og heitir í dag Meta. Þá má segja að heljarinnar stefnubreyting sé að eiga sér stað í fyrirtækinu, Meta ætlar sér að þróa næsta skref internetsins, sýndarveruleika til að tengja fólk saman í gegnum internetið.

Mikið hefur verið rætt um þessa breytingu á netinu, ekki síst eftir að Meta birti myndbönd þar sem þetta allt saman er kynnt. Eitt þessara kynningarmyndbanda hefur þó vakið meiri athygli en önnur en í því er starfsmaður Meta að kynna einn anga fyrirtækisins, leikina fyrir sýndarveruleikagleraugun Oculus Quest.

Ástæðan fyrir því að myndbandið hefur vakið þessa athygli er sú að það er afar furðulegt. Samskipti Mark Zuckerberg, stofnanda og framkvæmdastjóra Meta, og starfsmannsins eru nokkuð óraunveruleg og illa leikin. Zuckerberg hefur aldrei og mun seint vera þekktur fyrir að vera atvinnumaður í mannlegum samskiptum en myndbandið sem um ræðir (sem sjá má hér fyrir neðan) sýnir það nokkuð vel.

Í myndbandinu ræða þau saman um leiki og leikjauppfærslur sem eru í vinnslu fyrir Oculus Quest. Til dæmis ræða þau um tölvuleikinn Arizona Sunshine en stúdíóið sem gerði þann leik er að gera 5 nýja leiki. „Ég elska Arizona Sunshine, hann kom mér og vinum mínum eiginlega í gegnum fyrstu mánuðina í heimsfaraldrinum,“ segir Zuckerberg um leikinn. Þessi orð hans vöktu athygli fólks, aðallega þar sem Arizona Sunshine er mjög stuttur leikur, það tekur einungis 4-7 klukkustundir að klára hann. Það er því afar furðulegt að Zuckerberg og vinir hans hafi spilað hann mánuðum saman.

Litlir hæfileikar framkvæmdastjórans í tölvuleikjum eru þó ábyggilega ekki ástæðan fyrir því að hann segir þetta, líklegra er að sökudólgurinn sé lélegt handrit fyrir samræðurnar.

„Þetta eru ekki manneskjur, það er eina skýringin“

Myndbandið hefur vakið mikla athygli, einnig hjá þó nokkrum Íslendingum. Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, laganemi og skipuleggjandi Druslugöngunnar, eru á meðal þeirra sem hafa deilt myndbandinu með skoðun sinni á því á samfélagsmiðlinum Twitter.

„Relaxed, organic and straight from the heart. Flottir krakkar,“ segir Helgi Seljan um myndbandið. „Þegar einhver er orðinn svo ríkur og aftengdur að hann getur ekki átt samtal án þess að það virki leikið. Mjög illa leikið. Bara Eric Roberts á tíunda áratugnum illa leikið,“ segir Þórður Snær. „Þetta er verst leikna viðtal sem ég hef nokkurn tímann séð,“ segir Kolbrún.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem Íslendingar hafa að segja um myndbandið á Twitter:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi