fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Enginn karlmaður á dagskrá jafnréttisstefnumóta KÍ og HÍ – „Við vildum frekar draga hinar raddirnar fram“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 31. október 2021 15:32

Íris Ellenberger og Menntavísindasvið HÍ í Stakkahlíð - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa boðað til þriggja jafnréttisstefnumóta sem fara fram í nóvember.

Fjölbreytt og áhugaverð málefni verða tekin til umræðu, meðal annars verður rætt um forréttindablindu, jaðarsetningu í skólamenningu og jafnrétti í skóla- og frístundastarfi. „Þessi hugtök og fleiri verða efniviður þriggja jafnréttisstefnumóta sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands og jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands efna til í nóvember,“ segir í kynningu á viðburðinum.

Fyrstu tvö stefnumótin fara fram á netinu en það þriðja verður staðfundur sem haldinn verður í húsakynnum Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.

Enginn karl á dagskránni

Dagskráin fyrir umrædd jafnréttisstefnumót er fjölbreytt og þétt skipuð. Það hefur þó vakið athygli að enginn karlmaður er á dagskránni.

Íris Ellenberger, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands og skipuleggjandi viðburðarins, ræddi við DV um ástæðuna fyrir þessu. „Það eru ekki bara konur í dagskránni, það er fólk af ólíkum kynjum þó svo að það sé enginn karl. Markmiðið með þessum jafnréttisstefnumótum er svolítið að beina sjónum að röddum sem hafa kannski verið svolítið jaðarsettar í samfélaginu og í þessari umræðu um jafnrétti og jafnréttismál. Þess vegna vildum við reyna að ná mikilli breidd, svona fjölbreyttri breidd,“ segir Íris í samtali við DV og nefnir svo dæmi um fjölbreytileikann sem er á dagskránni.

„Þarna er fólk af ólíkum kynjum, ólíkum kynvitundum, ólíkum kynhneigðum. Það er fólk með ólíkan húðlit eða af ólíkum kynþáttum. Það er fatlað fólk þarna og það er ófatlað fólk þarna. Það var okkur fremst í huga, líka kannski vegna þess að það hafa verið haldin svolítið mörg málþing um drengi í skólakerfinu, það er auðvitað frábært að verið sé að beina sjónum að því en það var kannski ekki alveg okkar fókus. Við vildum frekar draga hinar raddirnar fram.“

Önnur ástæða fyrir því að enginn karlmaður er á dagskránni er sú að samstarfsaðilar viðburðarins völdu hvaða fulltrúar ættu að mæta fyrir þeirra hönd. „Við settum þetta líka svolítið í hendurnar á fólkinu sem við erum í samstarfi við, við höfðum samband við stofnanir og félagasamtök sem eru með sérþekkingu á þessum málum eða eru fulltrúar fólks sem við vildum heyra í. Þá fórum við ekkert að efast um val þeirra á fulltrúa til að koma og taka þátt,“ segir hún.

„Svo er líka spurning um það hverjir hafa áhuga og vilja taka þátt.“

Mikilvægast að ræða málin

Þó svo að enginn af karlkyninu sé á dagskrá viðburðarins eru karlar auðvitað velkomnir eins og öll önnur kyn. „Á föstudeginum eru allir eindregið hvattir til að koma. Það væri mjög gaman að fá sem flesta, til þess að ræða saman. Við ræðum þessi mál okkar á milli, við sem erum að mennta kennara, fólk sem starfar í skólanum, hvort sem það eru kennarar eða starfsmenn í frístundastarfi eða tónlistarskólanum eða hvar sem er,“ segir Íris.

„Að ræða þessi málefni, það er það sem okkur finnst vera mikilvægasti hluturinn í þessu öllu. Það eru allir velkomnir og það væri náttúrulega mjög gaman að sjá sem fjölbreyttastan hóp þar og sem flesta karla þar, það væri auðvitað dásamlegt.“

Að lokum þakkar Íris fyrir að bent hafi verið á að enginn karlmaður sé á dagskránni og að það verði tekið til skoðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi