Hræ um tuttugu metra skíðishvals rak á land í Þorklákshöfn í liðinni viku, þann 27. október. Sama dag fór Donatas Arlauskas og tók meðfylgjandi myndband með drónanum sínum. Sjón eru sögu ríkari.
Margir hafa farið til Þorklálshafnar til að bera hræið augum. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Ölfusi segir að hræið verði ekki urðað fyrr en eftir helgi, þannig að áhugasamir geti skoðað það í veðurblíðunni í dag og á morgun. Fólki er sérstaklega bent á bílastæði við golfvöllinn.
Donatas tók einnig þessa myndir í dag sem sýna að það er mikið af fólki á svæðinu.
En hér er myndbandið frá Donatas sem hann sendi DV með góðfúslegu leyfi til birtingar: