fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Orðið á götunni: Blússandi bissness í hlaðvörpum bak við greiðsluveggi?

Heimir Hannesson
Laugardaginn 30. október 2021 10:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peningalykt leggur nú frá vinsælum íslenskum hlaðvörpum sem sett hafa verið bakvið svokallaða greiðsluveggi, þ.e. gerðir að áskriftarþáttum. Þannig hafa vinsælustu „podkastarar“ landsins nú gert hlustendum sínum að kaupa áskrift af þáttum sínum á hinum ýmsu hlaðvarpsveitum landsins.

Hlaðvörp eru ekki ný af nálinni en hafa svo sannarlega sprungið út á undanförnum árum. Þannig hlustuðu að meðaltali 35 þúsund manns á hvern þátt Sölva Tryggvasonar áður en sá þáttur hans var tekinn úr birtingu. Svipaða sögu er að segja af vinsælasta íslenska hlaðvarpi Apple veitunnar, Í ljósi sögunnar.

Edda Falak hefur lengi vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í hlaðvarpsþætti sínum Eigin konur, en hann hefur nú verið settur í áskriftarfyrirkomulag. Samkvæmt upplýsingum inni á síðunni Patreon eru nú 968 áskrifendur að þættinum og kostar ódýrasta áskriftarleiðin átta Bandaríkjadali. Sú dýrasta kostar fimmtán.

Ef gert er ráð fyrir því að allir áskrifendurnir séu að borga lægsta mögulega verð nema tekjur af útgerð þáttanna einum 7.700 Bandaríkjadölum, rúmlega, á mánuði. Er það svo til slétt íslensk milljón á mánuði í tekjur.

Þá herma heimildir DV að fjöldi áskrifanda að Blökastinu, hlaðvarpsþætti Audda Blö, Egils Einars, eða Gillz, og Steinda Jr. og séu nú að nálgast fimm þúsund. Mánaðaráskrift af Blökastinu kostar inni á hlaðvarpssíðu Vísis einar 1.390 krónur.

Ef bjartsýnustu viðmælendur Orðsins hafa rétt fyrir sér má því áætla að brúttó tekjur Blökastins nálgist nú sjö milljónir á mánuði.

Tekið skal fram að útreikningar Orðsins eru, vægt til orða tekið, óvísindalegir.

Hlaðvörpin eru ekki einu fjölmiðlarnir sem hafa gripið til þess að sækja tekjur sínar beint til lesenda í stað þessa að treysta á auglýsingasölu. Þannig hefur rekstur áskriftarmiðilsins Stundarinnar gengið með ágætum undanfarið.

Þá er nú unnið að uppsetningu nýs miðils á Vísi sem mun fjalla um viðskiptamál og verður aðeins opinn áskrifendum. Hann er í umsjón reynsluboltanna Harðar Ægissonar og Ólafar Skaftadóttur.

Er það nú mál þeirra sem grannt fylgjast með fjölmiðlum, að um hljóða byltingu gæti verið að ræða á markaðnum sem stjórnast hefur af fríblaðshugmyndafræði Fréttablaðsins síðustu tvo áratugi. Þá vekur sérstaka athygli hve viljug yngsta kynslóð lesenda fjölmiðla er til þess að greiða fyrir það efni sem hún neytir.

Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að spá því fyrir að aðrir, og stærri, fjölmiðlar muni fylgja í fótspor hlaðvarpa á komandi misserum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg