Hvalurinn sem rak að í fjörunni í Skötubót verður ekki urðaður fyrr en eftir helgi. Segja bæjaryfirvöld í Ölfusi þetta gert til þess að gefa áhugasömum færi á að skoða dýrið í góðu veðri sem spáð er komandi helgi.
Frá þessu greinir sunnlenska.is í dag.
Hvetur Sveitarfélagið Ölfus höfuðborgarbúa og aðra til þess að gera sér ferð til Þorlákshafnar og berja dýrið augum. Þegar blaðamann DV bar þar að garði í vikunni var margt um fólk og virtust viðstaddir skemmta sér konunglega. Neðangreindir myndir voru teknar af blaðamanni DV og ljósmyndara DV og Fréttablaðsins.
Aðgengið að hvalnum er einstaklega auðvelt. Best er að leggja á bílastæði golfvallarins við Þorlákshöfn og labba þar niður á ströndina. Þaðan eru um það bil 10-12 mínútna labb að hvalnum.