fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Sérútbúnu hjóli stolið frá syni Adolfs Inga Erlingssonar – „Það hjólar enginn um á þríhjóli fyrir fatlaða sem þarf þess ekki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. október 2021 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ansi slæmt því afturöxullinn á hjólinu er sérsmíðaður og sérpantaður fyrir fatlaða,“ segir Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður og landsþekktur fyrrverandi íþróttafréttamaður, en sérútbúnu hjóli frá syni hans var stolið á Langholtsvegi.

Hjólahvíslarinn Bjartmar Leósson hefur hrint af stað deilingarátaki á samfélagsmiðlum til að endurheimta hjólið og fer það vel af stað.

„Eitthvert ómenni stal hjólinu hans Marinós þar sem það stóð fyrir utan Langholtsveg 78. Það er sérútbúið fyrir fatlaða, með hvítan afturöxul fyrir tvö hjól eins og sjá má á myndinni. Ef einhver hefur orðið var við hjólið, þá endilega látið vita,“ skrifar Adolf Ingi í íbúahópi Laugarneshverfis á Facebook þar sem hann deilir meðfylgjandi mynd af hjólinu.

Hann útskýrir fyrir blaðamanni DV að hjólið nýtist ekki öðrum en fötluðum og ólíklegt sé að það verði þjófunum að gagni:

„Það tók mig einhver ár að grafa þetta upp og fá þetta. Sá sem smíðaði þetta hefur hannað þetta fyrir keppendur á Ólympíuleikum fatlaðra. Ég var svo heppinn þegar ég setti mig í samband við hann að hann átti einn fyrirliggjandi, annars var eins og hálfs árs bið eftir því að fá þetta gert. Svona lagað nýtist ekki – það hjólar enginn á þríhjóli fyrir fatlaða sem þarf þess ekki. Ég veit ekki hvað þeir ætla sér með þetta. Ég veit að það var loftlaust að aftan þannig að enginn hefur hjólað burtu á því,“ segir Adolf sem telur þetta vera illvirki manna sem aka um og kippa verðmætum upp í flutningabíla.

„Það er ekki hægt að gera annað við þetta en flytja það til útlanda og ég veit svo sem ekki hvaða markaður er fyrir það þar,“ segir hann og vonast til að þjófarnir sjái að sér og skili hjólinu þegjandi og hljóðalaust þar sem það gagnast ekki öðrum en eigandanum sem þarf sárlega á því að halda.

Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að senda Adolf skilaboð í gegnum Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar