fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
EyjanFréttir

Krónan úthlutar sjö milljónum króna í samfélagsstyrki

Eyjan
Föstudaginn 29. október 2021 09:55

Krónan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krónan hefur nú úthlutað um sjö milljónum króna til 25 verkefna í formi samfélagsstyrkja til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar.

Í ár bárust 111 umsóknir þar sem 25 þeirra hlutu styrk. Verkefni sem fengu styrk á landsbyggðinni voru 17 talsins og voru verkefnin átta á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með uppgangi þeirra verkefna sem hafa hlotið samfélagsstyrki Krónunnar í gegnum árin.

Ásta S. Fjeldsted

„Við hjá Krónunni erum afar glöð með fjölda og gæði styrktarumsókna í ár og greinilegt að mikill metnaður er lagður í þau verkefni sem snúa að lýðheilsu og hreyfingu barna og ungmenna, sem og uppbyggingu í okkar nærsamfélagi, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Það er okkur sönn ánægja að leggja þessum aðilum og verkefnum lið í þeirra vegferð. Eins er virkilega gaman að veita nú styrki á Akureyri í fyrsta sinn þar sem við munum opna okkar fyrstu verslun á Norðurlandi á næsta ári,“ bætir Ásta við.

Opnað verður fyrir umsóknir fyrir næsta styrktarár á heimasíðu Krónunnar 1. maí 2022. Umsóknarfrestur verður til og með 31. ágúst 2022.

Verkefnin sem hlutu styrk í ár eru:

  • Muninn kvikmyndagerðá Akranesi, fyrir Jólagleði í Garðalundi.
  • FVA á Akranesi,fyrir Heilsuviku.
  • Blakdeild KA á Akureyri,fyrir þjálfaranámskeið til að tækla einelti, samskipti, kvíða og fleira hjá börnum.
  • KA og KA/Þór á Akureyri,fyrir handknattleiksdeild barna.
  • Stjarnan í Garðabæ,fyrir handknattleiksdeild barna.
  • Haukar körfubolti í Hafnarfirði,fyrir körfuboltaþjálfun fatlaðra.
  • Leiklistarfélag Setbergsskóla í Hafnarfirði,fyrir sýningahald.
  • Rafíþróttadeild Dímonar á Hvolsvelli,fyrir uppbyggingu á rafíþróttadeild.
  • Afrekshugur á Hvolsvelli,fyrir afsteypu af styttu Nínu Sæmundsdóttur í miðbæ Hvolsvallar.
  • HK í Kópavogi, fyrir Krónumót yngri flokka í knattspyrnu.
  • Frjálsíþróttadeild Aftureldingar í Mosfellsbæ,fyrir kaup á áhöldum og uppbyggingu.
  • Ólafur Arason á Reyðarfirði,fyrir gróðursetningu á birkiplöntum í reit Skógræktarfélags Reyðarfjarðar.
  • Hrafnkell Freysgoði á Breiðdalsvík, fyrir sparkvelli.
  • Heilsueflandi grunnskólar í Reykjanesbæ, fyrir Sterkari út í lífið.
  • Heiðarskóli í Reykjanesbæ, fyrir uppbyggingu á útikennslusvæði í Gryfjunni.
  • Fram í Reykjavík,fyrir handknattleiksdeild barna.
  • Listhlaupadeild Fjölnis í Reykjavík,fyrir kaup á búnaði og þjálfaranámskeið.
  • Reiðskólinn á Bjarnastöðum í Ölfusi, fyrir búnaði og uppbyggingu.
  • Dansakademían á Selfossi,fyrir fyrstu nemendasýningu nýs dansskóla.
  • Sundfélag ÍBV í Vestmannaeyjum, fyrir sunddeild barna.
  • Listasmiðja náttúrunnar í Vestmannaeyjum,fyrir myndlistarnámskeið barna þar sem áhersla er lögð á sköpun sem er samtvinnuð við náttúru og útiveru.
  • Foreldrafélag leikskólans Bergheima í Þorlákshöfn,fyrir kaup á Bambahúsi til að rækta grænmeti.
  • Ægir í Þorlákshöfnfyrir knattspyrnudeild barna.
  • Björgunarsveitin Víkverji í Vík,fyrir uppbyggingu.
  • Tindur í Reykjavík,fyrir Krónu sparkhjólamót barna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar