fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Jakob segir stjórnvöld vera undir hælnum á „Twitter-skrílnum“ – „Þetta er ekki eins gott fólk og það vill gefa sig út fyrir að vera“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 29. október 2021 11:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður Vísis, mætti í útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni og ræddi þar meðal annars um einkennilegt mál sem kom upp í vikunni, það er þegar forseti borgarstjórnar eyddi færslu á Twitter eftir athugasemd frá Eddu Falak, þjálfara, áhrifavaldi og hlaðvarpsstjórnanda.

„Við höfum farið yfir það áður, það er með þennan Twitter-skríl. Twitter er náttúrúlega holræsi internetsins og þar eru menn í enda­lausri herpings­legri brandara­keppni og dyggðar­skreytingu, þetta er ekki eins gott fólk og það vill gefa sig út fyrir að vera því þarna ríkir mikil refsigleði og læti,“ segir Jakob í upphafi umræðunnar um málið.

Málið snýst um Alexöndru Briem, forseta borgarstjórnar, og færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni. Í færslunni segir Alexandra frá því að hún hafi gert sér ferð til að sjá kvikmyndina Leynilögga og að hún hafi verið ánægð með myndina. „Þar segist hún hafa verið með talsvert miklar væntingar en hún hafi bara farið fram úr væntingum, þetta hafi verið bráðskemmtilegt,“ segir Jakob og útskýrir svo hvað gerðist.

„Hún er varla búin að sleppa orðinu og þá kemur Edda Falak. Sem fer nú fyrir aktiv­istunum þarna á Twitter og spyr bara mjög merkinga­þrungið: „Er þetta brandari“ og það líður ekki á löngu þá er Alexandra, for­seti borgar­stjórnar, búin að taka tweetið út,“

„En málið er þá ekkert búið þar, ekki á Twitter“

Einn þáttastjórnandi Bítisins spyr Jakob þá hvernig stendur á þessu. „Ha? Hva, af hverju mátti hún ekki setja þetta inn?“ spyr þáttastjórnandinn. „Ég hef haldið því fram að allar stofnanir sam­fé­lagsins séu meira og minna á hnjánum gagn­vart þessu,“ segir Jakob við því.

Þá er sagt að Alexandra hafi eytt færslunni eftir athugasemdina af ótta við að „lenda í hakkavélinni“ fyrir að segja að myndin hafi verið góð.  „Það tengist þá því að í myndinni eru einhverjir menn sem hafa verið sakaðir um að hafa beitt kynferðislegu ofbeldi. Ég var nú eitthvað að fara yfir þetta, ég átta mig ekki alveg á því, það er stór hópur sem kemur að þessari mynd, ég er ekki búinn að sjá hana,“ segir Jakob þá og heldur áfram.

„Væntanlega er þetta hann Egill Einarsson, leikfimikennari úr Kópavogi. Hans mál, sem ég hélt að væri bara búið að afgreiða, hann var kærður, málinu var vísað frá. Þegar málum er vísað frá þá þýðir það að búið er að rannsaka málið og að það séu engar líkur á því að til sakfellingar komi. En málið er þá ekkert búið þar, ekki á Twitter.“

Segir stjórnvöld vera undir hælnum á þessum hópi

Þegar Jakob varð var við þetta í vikunni ákvað hann að heyra í Alexöndru vegna málsins. „Ég hringdi í Alexöndru, ég reyndar skrifaði ekki þá frétt, en ég var að spyrja um þetta dularfulla hvarf á tístinu. Henni var nú illa staðfest við það, hún hafði látið þetta hverfa, en hún vildi nú ekki mikið tjá sig um þetta, hún var nú reyndar á einhverjum fjarfundi þegar ég náði á hana. Hún sagðist hafa hugsað sig betur um og bara viljað sleppa þessu. Hún var á því að þeir sem búa til svona mynd, þeir megi alveg finna fyrir því ef þar eru einhverjar umdeildar persónur.“

Að lokum segir hann að þetta mál staðfesti það sem margir hafa sagt. „Menn eru svo hræddir við þennan hóp að menn hafa ekki einu sinni þorað að leggja í skoðanakannanir til að kanna það hvort fólk vilji yfirleitt hafa eitthvað með þetta að gera, þessa kvenhyggju. En allt kerfið er undirlagt og þetta staðfestir það að stjórnvöld, pólitíkusar, eru algjörlega undir hælnum á þessum hópi og þeir þora sig ekki að hræra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar