fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Íslendingur segist hafa fengið tvær vínflöskur að gjöf á Spáni – Þær kostuðu hann tveggja ára fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. október 2021 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur var þann 27. október sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt fíkniefnasmygl en honum var gefið að sök að hafa flutt með sér 1.560 ml af vökva sem innihélt amfetamínbasa með 43-44% styrkleika. Maðurinn var að koma með flugi frá Barcelona til Keflavíkurflugvallar er tollverðir fundu þessi fíkniefni falin í áfengisflöskum í farangri hans. Var litið svo á að efnin væru ætluð til dreifingar og sölu hér á landi.

Maðurinn neitaði sök, bæði í yfirheyrslum hjá lögreglu og fyrir dómi. Við skýrslutöku hjá lögreglu í mars árið 2019, daginn sem hann var handtekinn, sagði hann að honum hefðu verið boðnar þessar tvær vínflöskur á heimili á Spáni og tekið þær með sér til Íslands. „Það hafi aðeins verið samið um að hann tæki þessar flöskur til Íslands en hann hafi ekki haft hugmynd um hvort einhver hafi átt að fá flöskurnar hér á landi. Hann hafi ekki hugsað það hvort um eitthvað saknæmt væri að ræða en ekkert hafi bent til þess. Ákærði sagði að hann hafi ætlað að eiga flöskurnar ef hann fengi einhvern í mat,“ segir í texta dómsins.

Við skýrslutöku 18. mars kom hann hins vegar með aðra skýringu á tilurðu vínflasknanna, eða eins og segir í dómi:

„Ákærði kvaðst hafa verið á hverfishátíð eða einhverju slíku á golfsvæði og þar hafi hann unnið flöskurnar í einhverri þraut og þær hafi verið í kassa. En ,,náungar“ sem hafi verið með honum hafi talað hann inn á að taka flöskurnar með til Íslands og hann hafi átt að geyma þær vel. Ákærði kvaðst hafa hitt þessa menn við hótelið sem hann hafi verið á og farið með þeim á hátíðina. Síðar í skýrslutökunni kvaðst ákærði ekki muna hver hafi átt upptökin af því að hann tæki flöskurnar með sér hingað til lands. Eftir á að hyggja kvaðst ákærði vera viss um að hann hafi verið notaður sem burðardýr en hann hafi ekki verið neyddur til að flytja fíkniefnin til Íslands og hann vissi ekki hverjum hann hafi átt að afhenda fíkniefnin.“

Hinn ákærði skoraðist undan því að gefa skýrslu fyrir dómi en tollverðir og lögreglumenn sem komu að málinu báru vitni. „Sögðu þeir að maðurinn hefði sagt að hann hafi ekki vitað um innihaldið í flöskunum en hann hafi verið með nokkrar útgáfur af því hvernig flöskurnar hefðu ratað í hendur hans. Hann hafi ýmist sagt að hann
hafi fengið þær á golfmóti eða sem verðlaun á hátíð eða hjá kunningjum sínum. Ákærði hafi sagt að hann hafi farið til Spánar til að hvíla sig og haldið að það væri bara rauðvín í flöskunum en hann drykki þó ekki rauðvín.“

Það var niðurstaða matsgerða rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði að efnin í flöskunum mætti umbreyta í yfir 5,2 kg af fíkniefnum með 12% styrk. Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi sagði að grammið af amfetamíni væri selt hér á landi á 3.000 til 4.000 krónur.

Maðurinn var sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnasmygl og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á tæpar tvær milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar