fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Huginn Þór stefnir Maríu Lilju fyrir þriggja ára og hálfs árs gömul ummæli – „Way to proof a point hálfvitar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. október 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Huginn Þór Grétarsson, barnabókahöfundur og bókaútgefandi, hefur stefnt Maríu Lilju Þrastardóttur, aktívista og blaðamanni, fyrir ummæli sem hún lét falla á samfélagsmiðlum árið 2018. Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 3. nóvember næstkomandi.

Ummælin lét María Lilja falla í mars og maí árið 2018 í tengslum við blaðaviðtal við Hugin Þór og nokkra aðra meðlimi hópsins Daddytoo. Huginn er ekki nafngreindur í þessum ummælum sem beinast að hópnum í heild. Krefst Huginn, samkvæmt stefnu, ómerkingar á eftirfarandi ummælum Maríu Lilju, skv. orðalagi stefnunnar:

„Á facebook síðu sinni þann 18. maí 2018 :
1. „Ofbeldismenn að beita konu kúgunum og ofbeldi. Way to proof a point hálfvitar“.

Á facebook síðunni Fjölmiðlanördar þann 10. mars 2018 :
2. „Hefði það drepið blaðakonu að googla feril þessara ofbeldismanna sem fá hér að halda uppteknum hætti og hrella barnsmæður sínar óáreittir ? Hér eru hrottar sem berja konur og börn að stunda grimma sögufölsun sér í hag.“

Á facebook síðunni Aktívistar gegn nauðganamenningu þann 13. mars 2018 :
3. „Hvað með að flodda þetta millumerki með dómum um þá og viðtölum við mæður sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá þeim““

Huginn krefst þess að María Lilja greiði sér eina milljón króna í miskabætur og 200.000 krónur til að kosta birtingu á dómnum í málinu í tveimur vefmiðlum.

Nokkra athygli vekur hvað ummælin eru gömul og gæti María Lilja gripið til þeirra varnar að krefjast frávísunar vegna tómlætis. Stefnan var gefin út í lok júní í sumar. Tómlæti er ávallt matskennt atriði fyrir dómstólum. Sú spurning vaknar hvort málið sé fyrnt en svo er ekki við nánari athugun.

Samkvæmt 81. grein hegningarlaga fyrnist sök á tveimur árum þegar ekki liggur við þyngri refsing en eins árs fangelsi. Samkvæmt 234. grein hegningarlaga er hámarksrefsing fyrir meiðyrði 1 árs fangelsi. Hins vegar er hér ekki um að ræða sakamál heldur einkamál þar sem krafist er ómerkingar ummæla og skaðabóta. Krafa um skaðabætur fyrnist á fjórum árum en rétturinn til ómerkingar á ummælum fyrnist ekki.

Vann sigur í nýlegu meiðyrðamáli

Huginn Þór hefur undanfarin misseri farið mikinn í dómsölum og unnið hvert meiðyrðamálið á fætur öðru.  Hafa þessi ummæli tengst umræðu um forsjárdeilur Hugins við finnska barnsmóður sína. Í nýjasta málinu var stefndi Aðalheiður Jóhannsdóttir og var málið rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra.

Huginn stefndi Aðalheiði fyrir ýmis ummæli á Pírataspjallinu á Facebook og í ummælakerfum vefmiðla. Dómari féllst ekki á kröfur Hugins um ómerkingu allra ummælanna, taldi hann sum þeirra vera gildisdóma en önnur staðhæfingar um refsiverða háttsemi og voru ummæli í síðari flokknum sem voru talin meiðyrði, en þau voru eftirfarandi:

„Órökstudd ásökun dugir ekki í marga mánuði Huginn minn! Kona fær ekki að vera mánuðum saman í kvennaathvarfinu ef engin er ógnin, sorrý!“

„Ég stend við það sem ég sagði konur búa ekki í athvarfinu mánuðum saman ef engin er ógnin,“

 „Svo sorrý en ég hef enga samúð með ofbeldisdúddunum innan d2, ég er ekki að setja allan hópinn undir sama hatt, bara svo það sé á tæru! …Flestar mögulegar gerðir, hafa einstakir aðilar innan Daddy-too beit. Nauðgað, lamið, farið illa með börn og maka. Áreitni ofsóknir, andlegt ofbeldi af öllum gerðum… Ég er ekki að segja að allir í hópnum séu ofbeldisfólk.“

„Já Huginn það passar þú ert hluti af ofbeldishópnum innan Daddy-too!“

Dómur féll í málinu 27. október og skal Aðalheiður greiða Hugin 300.000 krónur í miskabætur og málskostnað upp á 1 milljón krónur. Auk þessu eru ofangreind fern ummæli dæmd dauð og ómerk.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Í gær

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi