fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Fjölmiðlanefnd sektar hlaðvörp sem fjölmiðla en gleymir að skrá sitt eigið hlaðvarp

Heimir Hannesson
Föstudaginn 29. október 2021 17:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórða valdið, hlaðvarpsþáttur Fjölmiðlanefndar um fjölmiðla er ekki skráður á lista yfir skráða fjölmiðla hjá fjölmiðlanefnd. Í vikunni sektaði þessi sama nefnd, Fjölmiðlanefnd, hlaðvarpsþáttinn Dr. Football um hálfa milljón þáttinn fyrir að hafa auglýst áfengi í þættinum og fyrir að hafa ekki svarað erindum nefndarinnar um að skrá fjölmiðilinn Dr. Football hjá Fjölmiðlanefnd.

Þegar nefndin fékk engin svör hjá Hjörvari Hafliðasyni, forsvarsmanni Dr. Football hlaðvarpsins, fór hún á þá leið að senda honum ábyrgðarbréf heim til hans þar sem svara var krafist og því hótað að nefndin myndi taka málið til afgreiðslu án hans aðkomu. Engin svör bárust og svo fór að lokum að Hjörvari var sent bréf með stefnuvætti, með sömu hótun. Skemmst er frá því að segja, að nefndin stóð við þá hótun.

Í úrskurði nefndarinnar er það rakið hvernig nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að hlaðvarp Hjörvars sé fjölmiðill. Vísar nefndin þar m.a. til orða Hjörvars um að Dr. Football sé stærsti fjölmiðillinn í Kópavogi, og telur það vera viðurkenningu á stöðu hlaðvarpsins sem fjölmiðill. Var þessu síðar mótmælt af fulltrúa Dr. Football.

Þá sagði lögmaður Dr. Football, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, sem síðar tók slaginn við Fjölmiðlanefnd fyrir hönd Dr. Football að skilgreiningin á fjölmiðli sem Fjölmiðlanefnd styddist við væri „úr hófi víðtæk.“ Samkvæmt henni eru allir þeir sem miðla efni með reglubundnum hætti til almennings, fjölmiðlar. Sagði í svari fótboltahlaðvarpsins að samkvæmt þeirri skilgreiningu væri miðlun Lindu Ben á uppskriftum og lífstílstengdu efni á Instagram, fjölmiðill. Sömu sögu væri þá að segja af þeim Íslendingum sem miðla erótísku efni á Only Fans.

Meintur tvískinnungur og sinnuleysi Fjölmiðlanefndar varðandi sitt eigið Podcast hefur raunar áður vakið athygli, og það einnig meðal fótboltaáhugamanna. Í júní í fyrra kvartaði framkvæmdastjóri fótboltavefsins fotbolti.net, Hafliði Breiðfjörð, til Umboðsmanns Alþingis vegna útgerðar Fjölmiðlanefndar á eigin hlaðvarpi sem það skráði svo ekki á sína eigin skrá yfir fjölmiðla.

„Með þessu er nefndin komin í sam­keppni um efni við fjöl­miðla sem hún á að veita eft­ir­lit og þar með komin langt út fyrir sitt hlut­verk,“ sagði meðal annars í kvörtun Hafliða, framkvæmdastjóra vefsins fotbolti.net. Þá sagði Hafliði jafnframt nefndina ekki hafa sinnt sínum skyldum að skrá fjölmiðil sinn hjá Fjölmiðlanefnd. „Ef nefndin hefði farið eftir eigin skila­boðum hvað þetta varðar þá hefði hún sett for­dæmi og verið fyrsta hlað­varpið á skrá hjá Fjöl­miðla­nefnd.“

Hjörvar Hafliðason, forsprakki Dr. Football, hefur nú skráð sitt hlaðvarp á skrá Fjölmiðlanefndar yfir fjölmiðla í landinu. Það hefur Fjölmiðlanefnd hins vegar ekki enn gert með eigið hlaðvarp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar