fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Tilefni til að takmarka aðgengi framhaldsskólanema að orkudrykkjum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 28. október 2021 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun fékk áhættumatsnefnd til að rannsaka hvort neysla orkudrykkja sem innihalda koffín, hafi neikvæð áhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum.

Niðurstaða nefndarinnar var sú að neysla íslenskra ungmenna sé töluvert meiri en hjá öðrum löndum. Nefndin telur að þar spili framboð, aðgengi og markaðssetning drykkjanna hlutverk og stuðli að því að neysla íslenskra framhaldsskólanema sé meiri en æskilegt sé.

Matvælastofnun segir niðurstöður nefndarinnar gefa til kynna að takmarka þurfi aðgengi ungmenna að orkudrykkjum svo sem innan veggja skólans og á vegum íþróttahreyfinganna og minnka þannig neikvæð áhrif koffíns á heilsu þeirra.

Helstu niðurstöður nefndarinnar voru þær að neysla íslenskra ungmenna á koffíndrykkjum væri með því mesta sem þekkist í Evrópu og að meira en helmingur framhaldsskólanema neyti slíkra drykkja einu sinni í viku eða oftar. Sterk neikvæð fylgni sé milli neyslu slíkra drykkja og svefns og eins séu ungmenni yngri en átján ára að neita koffíns yfir öryggismörkum fyrir hjarta- og æðakerfi. Langtímaneysla geti valdið miklu álagi á hjarta- og æðakerfi.

Nánar má lesa um niðurstöður nefndarinnar hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi