Mikill uppgangur hefur verið í Ölfusi undanfarin ár. Umsvif í kringum höfn sveitarfélagsins hafa aukist gríðarlega og margskonar önnur atvinnustarfsemi hefur einnig blómstrað. Það hefur einnig gert það að verkum að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hefur stóraukist auk þess sem erfiður fasteignamarkaður á höfuðborgarsvæðinu spilar líka inn í. Nú er svo komið íbúðarhúsnæði í Þorlákshöfn er uppselt samkvæmt Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss.
„Mig grunar að staðan hér í hamingjunni núna sé einstök, ef til vill Íslandsmet fyrir svo stórt samfélag. Í dag er Þorlákshöfn uppseld, það er ekkert íbúðarhúsnæði þar til sölu, þótt búið sé að byggja gríðalega mikið á seinustu árum. Þær sem eru skráðar eru annaðhvort seldar eða i sölumeðferð. Ekkert fjölbýli, ekkert raðhús, ekkert parhús og ekkert einbýlishús,“ tilkynni Elliði á Facebook-síðu sinni.
Við þessu ætlar Elliði að bregðast með einum hætti – að skipuleggja og byggja meira.