Umhverfisráðherra tilkynnti nú fyrir skemmstu að veiðitímabil yrði óbreytt fyrir þetta tímabil að öllu leyti, nema að veiðar mega ekki hefjast fyrr en á hádegi.
Frá þessu greindi ráðherrann í Speglinum á RUV nú rétt í þessu.
Veiðimenn hafa fylgst grannt með þróun mála og óttuðust margir hverjir það versta þegar tilkynnt var að ráðuneytið hefði boðað Skotvís á fund til sín. Sá fundur fór fram í dag. Sagði DV frá því fyrr í dag að engin niðurstaða hefði náðst á þeim fundi.
Ljóst er að margur veiðimaðurinn andar léttar yfir þessum fréttum enda veiðar órjúfanlegur þáttur í vetrardagskránni, og jólahaldi auðvitað.