fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Orðið á götunni: Rjúpnaveiðimenn sjóðandi illir yfir hugsanlegri friðun – „Þúsundir þegar bókað hótel, keypt leyfi og græjað sig upp“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 27. október 2021 19:30

mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rjúpnaveiðimenn halda nú niðri í sér andanum vegna fundar Skotveiðifélags Íslands með fulltrúum Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, síðarnefndi aðilinn boðaði þann fyrrnefnda í gær til fundar. Fundurinn er á dagskrá á morgun, fimmtudag.

Segjast sumir sannfærðir um að skotveiðimönnum verði færðar slæmar fregnir á þeim fundi. Samkvæmt gildandi lögum má rjúpnaveiði hefjast á mánudaginn næsta og hafa hundruð, ef ekki þúsundir veiðimanna þegar gert ráðstafanir fyrir sína veiði.

Raunar hefur titringurinn meðal rjúpnaveiðimanna varað mun lengur en frá því að Umhverfisráðuneytið boðaði Skotvís á fund. Fyrir liggur að rjúpnastofninn er óvenju lítill þetta árið, raunar nálgast hann sögulegu lægðina frá því veturinn 2002-2003, þegar algjört bann var lagt við rjúpnaveiði og hefur margur veiðimaðurinn búist við hinu versta.

Stofnvísitalan, svokölluð, sem notuð er til þess að bera saman rjúpnastofninn milli ára, stendur þennan veturinn í 57, en var 54 og 52 fyrir friðun, að því er segir í færslu Skotvís frá því í gær.

Bendir félagið í sömu færslu á að gögn sem fengin eru úr veiðikortakerfinu sem Skotvís hafði forgöngu um að koma á sýni að fjöldi veiðidaga skiptir ekki máli, veiðin verður svipuð ef ekki sú sama. Þá liggur fyrir að hið opinbera hefur haft umtalsverðar tekjur af sölu svokallaðra veiðikorta, en gjaldið átti að renna til rannsókna.

„Það yrðu kaldar kveðjur á afmælisári veiðikortakerfisins sem hefur skilað yfir 200 milljónum í rjúpnarannsóknir og til ábyrgra veiðimanna sem hafa hlýtt kallinu um hóflegar veiðar,“ segir þá um hugsanlegt bann á rjúpnaveiði þennan veturinn. Bendir Skotvís þar jafnframt á að stærð rjúpnastofnsins hafi legið fyrir lengi og kallar þau vinnubrögð að boða til fundar fimmtudaginn fyrir fyrstu veiðiviku fordæmalaus. Þung orð hafa þá enn fremur fallið inni á lokuðum veiðispjöllum undanfarna daga og þá sérstaklega um fyrrnefnd vinnubrögð ráðuneytisins.

Herma heimildir Orðsins að fjölmargir hafa nú bókað sér gistingu og gert annars konar ráðstafanir til þess að rýma fyrir veiðihelgi í dagskrám sínum. „Veiðileyfi á jörðum bænda hafa gengið kaupum og sölum undanfarnar vikur, hótelherbergi bókuð og greidd og menn búnir að koma sér upp þeim búnaði sem til þarf í veiðiferð,“ sagði einn. Annar spyr hvort ekki ætti að breyta nafni umhverfisráðuneytisins í friðunarráðuneytið.

Þá er ljóst að málið er þrælpólitískt, en fyrir liggur að umhverfisráðherra er úr röðum Vinstri grænna og þar innanborðs mæta hugmyndir um friðun rjúpu lítilli andspyrnu.

Friðun rjúpnastofnsins myndi þannig þagga niður í skothvellum á heiðum landsins næsta mánuðinn, en af viðbrögðum skotveiðimanna við fundarboði umhverfisráðuneytisins nokkrum dögum fyrir rjúpnaveiðitímabilið að dæma er ljóst að þeir verða ekki friðaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði