fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Ekkert fékkst upp í 39 milljóna kröfu í þrotabú Bragðgotts ehf

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 27. október 2021 18:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum á þrotabúi Bragðgotts ehf. er nú lokið, að því er segir í auglýsingu þar um sem birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var úrskurðað gjaldþrota og búið tekið til skipta þann 8. júlí í fyrra. Einar Oddur Sigurðsson var skipaður skiptastjóri.

Lýstur kröfur í þrotabúið námu 38,8 milljónum króna, en ekkert fékkst upp í þær kröfur.

Fyrir gjaldþrot félagsins var 70% hluti þess í eigu Bergssons & Co ehf., og afgangurinn í eigu Heiðrúnar Önnu Björnsdóttur. Bergsson & Co ehf. er alfarið í eigu Þóris Helga Bergssonar sem hefur verið stórtækur á íslenskum veitingamarkaði undanfarin misseri. Tók hann til að mynda nýlega við rekstri Snaps við Óðinstorg, auk þess sem hann hefur rekið Bergsson Mathús undanfarin ár og kom að rekstri Iðnó samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg fram að gjaldþroti Iðnó í fyrra.

Árið 2019 seldu þau Þórir og Heiðrún hluta af rekstri Bragðgotts ehf., úr félaginu til hreingerningarfyrirtækisins Daga. Tóku Dagar þar með við rekstri mötuneyta Bragðgotts. Þeirra á meðal voru mötuneytin á meðferðarstofnunum SÁÁ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“