fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Siggi hakkari í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikil fjársvik – 14 aðrir með stöðu sakbornings

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 26. október 2021 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklum fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í málinu. Frá þessu greina  RÚV  og Vísir.

Siggi hakkari er talinn vera höfuðpaurinn í málinu, en sakborningar eru grunaðir um að hafa stofnað til reikningsviðskipta við tugi fyrirtækja og svikið þau.

Fyrirtækin eru að sögn RÚV af öllum stærðum og gerðum; allt frá sjoppum til fjármálafyrirtækja. Að sögn lögreglu varða meint brot tugi milljóna.

Siggi hefur áður verið sakfelldur fyrir áþekk brot, en þá hafði hann stofnað til reikningsviðskipta við fjölda fyrirtækja í nafni fyrirtækja sem hann átti ekki sjálfur og sveik meðal annars út gífurlegt magn af skyndibita, bílaleigubíla, raftæki og margt annað. Ákæra í því máli var í átján kæruliðum og varðaði svik upp á rúmar 30 milljónir króna. Dómurinn sem hann hlaut í því máli árið 2014 hljóðaði upp á tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og auk þess var honum gert að greiða fjölmörgum aðilum skaðabætur. Þeirra á meðal Björn Jón Bragason sem Siggi blekkti til að afsala til sín öllum hlutum í útgáfufélaginu Sögn ehf. sem hann notaði svo til að svíkja út bæði vörur og þjónustu.

Árið 2015 játaði Siggi kynferðisbrot gegn níu piltum og var gert að sæta þriggja ára fangelsi fyrir brotin. Ári áður hafði hann verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára dreng sem hann tældi til kynferðismaka.

Stundin birti fyrir skömmu ítarlega umfjöllun um Sigga, sem þá hafði verið dæmdur í síbrotagæslu. Síbrotagæsla er ekki algengt úrræði og er aðeins beitt að sérstökum skilyrðum uppfylltum svo sem ef sakborningur er talinn líklegur til að halda áfram að brjóta af sér á meðan sakamál er til rannsóknar.

Viðurnefnið hakkari hlaut Siggi þegar hann var á árum áður með tengsl við samtökin Wikileaks, en hann var þar sjálfboðaliði árið 2010.

Hann laug því seinna að hann væri í innsta hring samtakanna og gengdi þar lykilstöðu og gerðist svo lykilvitni í máli bandarískra stjórnvalda gegn Julian Assange. Gekkst hann við því í samtali við Stundina að hafa logið til um ásakanir sem bandarísk yfirvöld hafi notast við í ákærum gegn Assange.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“