fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Maður sem heyrði raddir slasaði geislafræðing á Landspítalanum – Ríkið neitar að greiða henni skaðabætur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. október 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjórum árum var maður sakfelldur fyrir árás á geislafræðing á Landspítala Íslands. Hann var örvæntingarfullur og reiður yfir því að ekki var búið að opna geðdeildina þennan dag og fékk útrás fyrir gremju sína með því að hrinda konunni sem átti leið framhjá með matarbakka. Lenti konan utan í tauvagni og datt í gólfið með þeim afleiðingum að hún hlaut tognun, ofreynslu á hálshrygg og tognun á axlarlið.

Maðurinn var talinn sakhæfur en ástand hans stafaði af neyslu áfengis, amfetamíns og fleiri efna um nóttina, en þetta var snemma um morgun. Var maðurinn farinn að heyra raddir og orðinn hræddur um að ástand hans myndi versna. Maðurinn lét öllum illum látum á vettvangi og þurfti lögregla að handjárna hann. Hann var metinn sakhæfur og fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir árásina á konuna, auk þess sem hann var dæmdur til að greiða henni um 450.000 krónur í skaðabætur.

Konan sem varð fyrir árásinni höfðaði skaðabótamál á hendur ríkinu og féll dómur í því í dag, þann 26. október 2021. Hún taldi sig ekki hafa fengið tjón sitt bætt að fullu með greiðslum frá Sjúkratryggingum Íslands, bótanefnd samkvæmt lögum nr. 69/1995 um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota og úr slysatryggingu samkvæmt
kjarasamningi Félags geislafræðinga við ríkissjóð.

Konan byggir kröfu sína á því að hún eigi rétt til frekari bóta á grundvelli slysatryggingar samkvæmt ákvæði 7.1.6 í kjarasamningi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs
og Félags geislafræðinga. Þar sé um að ræða hlutlæga ábyrgðarreglu sem taki til tjóns hennar. Til vara byggir hún á því að ríkið beri í öllu falli ábyrgð á tjóni
hennar þar sem því hafi sem vinnuveitanda hennar mistekist að tryggja öryggi hennar. Vísari hún þar til þess að öryggisverðir á svæðinu hafi ekki sinnt störfum sínum með fullnægjandi hætti.

Ríkið hafnaði því hins vegar að því bæri greiðsluskylda á líkamstjóni konunnar á grundvelli ákvæðis 7.1.6 í framangreindum kjarasamningi. Umrætt ákvæði byggist á
reglunni um hlutlæga bótaábyrgð sem sé undantekning frá þeirri meginreglu að bótaábyrgð stofnist ekki nema tjón megi rekja til saknæmrar háttsemi. Ekki sé unnt að
víkja frá skýru orðalagi ákvæðisins í þessum efnum. Telur ríkið að tvö skilyrði vanti þarna upp á, annars vegar var konan ekki að sinna þeim tiltekna sjúklingi sem þarna var að verki og hins vegar var hann sjálfráður gerða sinna og ástand hans var talið stafa af fíkniefnaneyslu en ekki sjúkdómi. Til að uppfylla ákvæðið hefði konan að lenda í þessu af hálfu sjúklings sem hún sjálf var að sinna og sá sjúklingur hefði þurft að vera ekki ábyrgur gerða sinna, samkvæmt túlkun ríkisins á þessu ákvæði kjarasamningsins.

Dómurinn var sammála túlkun ríkisins og sýknaði það. Konan fær því ekki frekari bætur en málskostnaður var felldur niður.

Dóminn má lesa hér og dóminn yfir manninum frá 2017 má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október

Tvö bandarísk börn, 8 og 9 ára, fundust á Íslandi – Saknað síðan í október
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“