fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Íslensk stúlka á Spáni horfin síðan hálfsex í morgun: – Fór út án síma og skilríkja – „Þetta er óeðlilegt“ – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. október 2021 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ATH: Telma Líf er fundin, heil á húfi

 

Átján ára gömul stúlka, Telma Líf Ingadóttir, gekk út af Villajosa sjúkrahúsinu  í Alicante-héraði á Spáni kl. 5:30 í morgun og ekkert hefur heyrst eða spurst til hennar síðan. Hún býr ásamt foreldrum sínum í bænum Callosa de Ensarriá. Bærinn er í um 50 km fjarlægð frá borginni Alicante.

Foreldrar stúlkunnar, Ingi Karl Sigríðarson og Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, eru sem von er í öngum sínum yfir hvarfi stúlkunnar. Ingi ræddi við DV:

„Ef einhver sér hana, ef einhver sér einhverja sem líkist henni, hafið samband við Policia Locale eða Guardia Civil sem allra fyrst, þeir vísa henni strax til mín. Þetta er óeðlilegt og hún skildi eftir meðal annars mjólk og öll skilríki og símann sinn á sjúkrahúsinu og það var miði með símanúmerinu mínu og símanúmeri móður hennar í töskunni þar sem allt dótið hennar er. Þannig náði sjúkrahúsið að hafa sambandi við okkur.“

Eins og Ingi greinir frá fór stúlkan út án þess að taka með sér skilríki og peninga.

DV hafði samband við Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, hafði hann ekki heyrt um málið en setti sig inn í það  þegar í stað og er málið nú komið inn á borð utanríkisþjónustunnar.

Spænska lögreglan leitar stúlkunnar og er með mynd af henni. Mikilvægt er að fólk deili sem víðast færslu um hvarf Telmu Lífar sem er hér undir fréttinni. Færslan er á íslensku, ensku og spænsku. Íslenski textinn er svohljóðandi:

„Hún Telma Líf er tynd. Sást sídast Ganga út af Villajosa spítala á Spáni kl 5:30 um morguninn 26. Okt. Allir á Spáni hafid augun opin fyrir stelpunni okkar, hún hefur engan síma eda skilríki, hún gæti verid í losti!! Deilid sem vídast!! Lögreglan er med mynd og er ad leita!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi