fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íbúar í Innri-Njarðvík vilja meiri upplýsingar um vistun ósakhæfra í hverfinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn íbúaráðs Innri-Njarðvíkur telur sig þurfa að meiri upplýsingar um fyrirhugaða öryggisgæslu og öryggisvistun ósakhæfra einstaklinga en félagsmálaráðuneytið vill byggja hús undir slíka gæslu í Dalshverfi 3 sem er óbyggt hverfi enn sem komið er.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Ráðuneytið hélt upplýsingafund fyrir tæpum hálfum mánuði með stjórn íbúaráðsins og bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Morgunblaðið hefur eftir Þorsteini Stefánssyni, formanni íbúaráðsins, að fulltrúar ráðuneytisins hafi svarað ýmsum spurningum og kynnt áform um öryggisvistun. „Þetta var upplýsandi fundur og mörgum spurningum var kastað fram. Það var ekki hægt að svara þeim öllum á fundinum og við bíðum eftir svörum,“ er haft eftir honum.

Hann sagði fyrirhugað að halda annan fund þegar svör hafa borist við spurningunum. Það sé nauðsynlegt því í ljós hafi komið á fundinum að bæjaryfirvöld vissu ekki meira um málið en íbúaráðið.

Hann sagði að íbúaráðið vilji að skoðað verði hvort hægt sé að velja annan stað undir þessa starfsemi, á lóð sem er fjær íbúum en sú lóð sem nú er rætt um. Hún er í um 500-600 metra fjarlægð frá núverandi byggð í Innri-Njarðvík en 300 metra frá fyrirhugaðri byggð samkvæmt skipulagi.

Fyrirhugað er að koma upp vistunarúrræði fyrir 6-7 manns og að minnst 30 starfsmenn sinni þeim sem þurfa á öryggisgæslu og öryggisvistun að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“