Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Guðrúnu að á síðustu árum hafi stúlkur verið um 70% innritaðra nemenda en piltar 30%. Þegar litið sé til umsókna hafi um 60% þeirra verið frá stúlkum en 40% frá piltum. „Þegar við horfum til lokanámsmats úr grunnskóla hjá nemendum og vörpum einkunnum í stig þá eru stúlkur aðeins hærri en drengir og yrðu þær því um 70 prósent við innritun en drengir 30 prósent,“ er haft eftir henni.
Haft er eftir henni að ákvörðunin sé jafnréttissjónarmið. „Bæði stúlkur og drengir leggja hart að sér til komast inn í skólann og þetta eru allt afburðanámsmenn, þannig að það er ekki eins og við séum að segja nei við stúlkur sem eru með A í öllu og taka inn stráka sem eru með B og C,“ sagði hún þegar hún var spurð hvort hún telji kvótann ósanngjarnan gagnvart þeim stúlkum sem leggja hart að sér til að komast inn í Verzlunarskólann.
Nýja reglan kveður á um að ekki skuli taka inn meira en 60% af einu kyni og er því ekki bundin við karl- og kvenkyn.