Það var heldur betur heppinn einstaklingur sem tippaði á enska getraunaseðilinn á laugardag og vann 7,5 milljónir króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá. Happamiðinn var keyptur i Vitanum á Laugarvegi.
Í tilkynningu segir að tipparinn heppni hafi verið með alls 288 raðir á miða sem kostaði hann 4.320 krónur.
„Tipparar hafa verið á skotskónum undanfarnar vikur í getraunum og var síðasta vika engin undantekning. Einn íslenskur tippari vann rúmar 7.5 milljónir á Enska getraunaseðilinn á laugardag. Tipparinn valdi getraunakerfi þar sem hann notaði 5 tvítryggingar og 5 þrítryggingar og var með eitt merki á þrem leikjum. Alls keypti hann 288 raðir sem kosta 4.320 krónur. Getraunaseðillinn var keyptur á sölustaðnum Vitanum á Laugavegi.“