fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Slá höndum saman og bjóða fyrirtækjum upp á netöryggistryggingu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 25. október 2021 16:39

Örn Þór Alfreðsson, framkvæmdastjóri hjá Origo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netöryggi er alltaf að verða mikilvægara og mikilvægara í fyrirtækjarekstri, og ljóst að mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir miklum skaða er rekstur þess hefur lamast sökum netglæpa. Því hafa TM tryggingar og Origo slegið höndum saman og bjóða nú upp á netöryggistryggingu.

,,Netöryggi og þekking starfsfólks á þeim áhættum sem fylgja meiri notkun á nettengdum lausnum er orðin stór partur af fyrirtækjarekstri. Það eru töluvert meiri líkur á að fyrirtæki verði fyrir skaða og rekstrarstöðvun af völdum netglæpa en það lendi í áður þekktum tjónum eins og bruna, vatnsleka eða náttúruhamförum,“ segir Örn Þór Alfreðsson, framkvæmdastjóri hjá Origo í fréttatilkynningu.

Örn segir þetta mikilvæga og þarfa þjónustu enda sé vel þekkt að framleiðslufyrirtæki hafi möguleikann á að tryggja sig fyrir rekstrarstöðvun og því sé netöryggistrygging góð viðbót. „Fyrirtæki þurfa í meira mæli að treysta á uppitíma og öryggi tölvukerfa,“ segir Örn.

Örn bendir á að netöryggistrygging ein og sér sé ekki vörn gegn netglæpum en undanfari slíkrar tryggingar sé að núverandi netvarnir fyrirtækja eru teknar til skoðunar og mat lagt á hvort að varnir séu í samræmi við viðurkennt verklag. Ef svo er ekki er komið með ábendingar um hvað betur megi fara til að fyrirtæki sé með sem bestar varnir áður en tryggingarskírteini er gefið út.

„Fyrirtæki fá einnig í hendur lista yfir helstu áhættur sem ber að varast er snýr að starfsmönnum sjálfum og auk þess vinnureglur í kringum tölvupósta sem flæða inn frá aðilum sem ekki eru þekktir viðskiptamenn eða aðilum sem ætla að eiga samskipti án annarralega hvata,“ segir í tilkynningu.

Origo hefur unnið náið með TM síðasta árið til að skilgreina og tengja saman trygginguna og úttekt á netöryggi og við ráðleggingu sem og viðeigandi breytingar hjá tryggingartökum til að þeir séu með sem bestar varnir gegn mögulegum netárásum.

,,Við erum stolt af góðu samstarfi og óskum TM til hamingju með frábært framtak í að auka netöryggisvitund, bjóða upp á tryggingu sem öll fyrirtæki ættu að vera með, tryggja þannig sterkari rekstrargunn og meiri uppítíma tölvukerfa,“ segir Örn ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít