Rétt fyrir klukkan tvö í nótt var tilkynnt um eld í bifreið í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Slökkvilið slökkti eldinn. Talið er að kveikt hafi verið í bifreiðinni sem var flutt af vettvangi með kranabifreið.
Klukkan 4 var maður handtekinn í Kópavogi en hann er grunaður um hylmingu. Hann var vistaður í fangageymslu.
Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.