Jón Gnarr er mikill hundavinur og á sjálfur hundinn Klaka sem hann er duglegur að fara með í göngutúra. Jón hefur í gegn um tíðina talað gegn fordómum í garð hunda hér á landi en hundar eru víðast hvar óvelkomnir, ólíkt því sem gerist í nágrannalöndum okkar.
Á Twitter gerði hann þetta nýlega að umfjöllunarefni og tiltók þar sérstaklega Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.
var að fatta að það er bara eitt íslenskt dýr sem er stranglega bannað í Húsdýragarðinum. þar er ekki við starfsfólkið að sakast heldur inngróna fordóma og fáfræði samfélagsins sem að tilefnislausu vanvirðir og tortryggir þetta dýrmæta og merkilega dýr pic.twitter.com/Ohce247TQz
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) October 18, 2021
Óskar nokkur leggur þarna orð í belg.
Ég hef hitt hunda í fataverslunum og á skyndbitastöðum, í Þýzkalandi.
Ekki gleyma þessu séríslenska bráðaofnæmi fyrir hundum.— Óskar Torfi (@oskartorfi) October 19, 2021
ATH til að forðast misskilning. Hundarnir voru með eigendunum.
— Óskar Torfi (@oskartorfi) October 19, 2021
Stutt er síðan Jón tvítaði um þessi mál sem honum eru greinilega mjög hugleikin.
hið svokallaða Geirsnef er einn af fáum stöðum í Reykjavík þar sem hundar mega ganga lausir. hvet skipulagsyfirvöld til að finna e-ð smekklegra nafn. þetta var kallað þetta Geir Hallgrímssyni borgarstjóra til háðungar. bara hallærislegt. við Klaki köllum þetta svæði Hundatá pic.twitter.com/dKFy5si0EY
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) October 18, 2021