fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

DV ræðir við móður manns sem ráðist var á með exi á laugardagsmorgun – „Svona árás getur endað sem morð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. október 2021 18:07

Myndin sýnir áverka á manni sem varð fyrir árás ungmenna í október. Ráðist var á hann með exi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum á laugardagsmorgun var 24 ára gamall maður á leið heim til sín í Bakkahverfinu í Breiðholti er tveir menn réðust að honum og var annað vopnaður exi. Hlaut maðurinn áverka á hnakka eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Sem betur fer virðist hann þó hafa sloppið vel miðað við atganginn. „Hann var saumaður og síðan útskrifaður, hann var með mikinn höfuðverk í allan gærdag en honum líður betur í dag,“ segir móðir mannsins við DV.

Hún segir að sannarlega hafi þetta getað farið verr: „Hann var heppinn af vera ekki drepinn af því hann fékk exina á þennan stað, í hnakkann. Svona árás getur endað sem morð.“

„Hann var vissulega búinn að fá sér neðan í því en það er ekki bannað. Árásin var að hans sögn algjörlega tilefnislaus og hann þekkti ekki mennina,“ segir konan.

Hún setti inn tilkynningu um málið í íbúahóp á Facebook um málið og óskaði eftir sjónarvottum. Ung stúlka hafði samband við hana, sem ekki hafði orðið vitni að þessu tiltekna atviki en segir að hópur 17 til 18 ára unglinga í Bökkunum stundi árásir af þessu tagi. „Hún sendir mér myndir þar sem þeir eru að berja fólk og þær eru enn ljótari en þessar myndir af syni mínum,“ segir konan.

Konan segir málið í rannsókn hjá lögreglu. „Hann gaf skýrslu á laugardagsmorgun en ég á eftir að ræða við lögreglu. Þessi exi hlýtur að finnast fyrr eða síðar.“

Konan segir lögreglu hafa gefið í skyn að hún vissi hverjir ættu í hlut en það liggur þó ekki fyrir á þessari stundu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít