fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Drífa birtir bréfið sem ASÍ sendi á starfsfólk PLAY – Birgir sagði að ASÍ hefði óskað eftir hryllingssögum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. október 2021 14:44

Drífa Snædal Myndi: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við greindum frá fyrr í dag sakar Birgir Jónsson, forstjóri Play, forystu ASÍ um skotgrafarhernað og segir hana hafa sent bréf á starfsmenn Play þar sem óskað var eftir hryllingssögum um ógnarstjórn og illan aðbúnað hjá fyrirtækinu.

Birgir hafnar jafnframt gagnrýni ASÍ á starfskjör hjá Play og fyrirkomulag kjarasamninga, en ASÍ heldur því fram að Play semji við svokallað „gult stéttarfélag“ sem sé ekki óháð sjálfu fyrirtækinu.

Drífa Snædal frábiður sér ásakanir um að hafa óskað eftir hryllingssögum og birtir á FB-síðu sinni bréfið sem ASÍ sendi á starsfólk Play. Drífa segir jafnframt:

„Birgir hjá Play átti sviðið í Silfrinu og virðist ekki enn átta sig á því að krafan sé um að Play geri raunverulega kjarasamninga við raunverulegt stéttarfélag sem er óháð fyrirtækinu sjálfu. Eftir að hafa fengið fjölda skilaboða frá flugliðum og flugstjórum þar sem óskað var liðsinnis okkar ákváðum við, ég og formaður Flugfreyjufélagsins að senda póst á flugliða hjá Play. Birgir segir að pósturinn hafi verið til að kalla eftir hryllingssögum. Það er eðlilegt að fólk geti dæmt sjálft hvers eðlis bréfið var en það var svohljóðandi:“

Fremst í bréfinu kemur fram að ASÍ hafi borist nokkur erindi frá fyrrverandi flugliðum WOW air og núverandi flugliðum Play þar sem óskað var eftir liðsinni sambandsins vegna starfsumhverfis og kjara hjá Play. Þar segir einnig að ASÍ krefjist þess að gerðir séu kjarasamningar á félagslegum grunni, að þeir sem eigi að vinna eftir samningunum komi að gerð þeirra og að stéttarfélög séu óháð atvinnurekendum. Í bréfinu er starfsfólkið jafnframt hvatt til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands. Bréfið er svohljóðandi:

„Kæri flugliði,

Okkur hafa borist nokkur óundirrituð bréf frá fyrrum flugliðum WOW-air og núverandi flugliðum Play þar sem óskað er liðsinnis okkar hjá ASÍ vegna starfsumhverfis og kjara.

Eins og hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum þá beittum við okkur mjög gegn því sem við teljum hafa verið ólöglegir samningar um kaup og kjör. Ástæða þess að við beittum okkur af hörku og munum halda því áfram er að rýrnun kjara á einu sviði getur hæglega smitast á önnur svið og um allan vinnumarkaðinn ef við stöndum ekki í lappirnar. Þessari gagnrýni hefur aldrei verið beint að flugliðum eða öðru starfsfólki Play. Við gerum okkur grein fyrir að þið eruð í erfiðri stöðu sem einstaklingar sem þurfa að treysta á vinnu og miðað við upplýsingar sem við búum yfir er fólk hrætt við að missa vinnuna eða verða fyrir enn frekari kjaraskerðingum.

Okkar sýn er skýr; við krefjumst þess að gerðir séu kjarasamningar á félagslegum grunni, að þau sem eiga að vinna eftir samningunum komi að þeim og stéttarfélög séu óháð atvinnurekendum. Þessi barátta er í algleymi en hún ber betri árangur ef við náum auknu samtali við starfsfólk Play og það njóti milliliðalauss stuðnings frá alvöru stéttarfélagi með alvöru bakhjarl.

Við viljum því hvetja þig til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands ef þú ert ekki nú þegar félagi þannig að við getum mætt ákalli um stuðning við kjarabætur til handa þér og öðru starfsfólki Play. Félagatöl stéttarfélaga eru trúnaðarmál og verða ekki gerð opinber, hins vegar býr það til félagslegan vettvang til framfara að tilheyra stéttarfélagi sem er óháð og getur beitt sér.

Flestir flugliðar hjá Play hafa áður verið í Flugfreyjufélagi Íslands, byggt þar upp réttindi og notið góðs af þeim bakhjarl sem er að finna bæði hjá Flugfreyjufélaginu og ASÍ. Með inngöngu í Flugfreyjufélagið getur fólk endurvakið rétt sinn.

Að öðru leyti förum við með öll samtöl og bréfaskipti sem trúnaðarmál, hvort sem fólk er félagar eða ekki nema annars sé óskað. Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti.

Með stuðningskveðju,

Drífa Snædal

forseti ASÍ

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir

formaður FFÍ“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít