fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Birgir segir að ASÍ hafi óskað eftir hryllingssögum frá starfsfólki Play um fyrirtækið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. október 2021 13:30

Birgir Jónsson, forstjóri Play. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir að ASÍ hafi haft samband við starfsmenn Play að fyrra bragði og óskað eftir hryllingssögum um fyrirtækið og kjör þeirra. Birgir vísar á bug gagnrýni ASÍ á kjör starfsmanna sem og að þeir séu í sér stéttarfélagi, Íslenska flugstéttarfélaginu. Þetta kom fram í Silfrinu í dag:

„Við erum að semja þarna við stéttarfélag sem hefur verið til síðan árið 2014. Á þeim tíma voru t.d. allir flugmenn WOW hjá þessu stéttarfélagi sem var síðan stækkað út til að taka við öðrum starfsmönnum, t.d. flugfreyjum, eða flugliðum eins og við köllum það. Þetta er bara fullkomlega löglegt og flott stéttarfélag og ekkert við það að athuga. ASÍ aftur á móti hefur gagnrýnt þetta með gríðarlega hörðum hætti. Þegar við vorum að hefja rekstur í vor var kallað eftir sniðgöngu á félagið frá almenningi og fjárfestum en það hefur aldrei almennilega komið fram frá ASÍ um hvað málið snýst og hver efnislegu rökin eru. Þetta byrjaði á því að við værum að borga einhver þrælakjör, svo var sýnt fram á að það stenst ekki skoðun. Þá var allt í einu orðið til eitthvert „gult stéttarfélag.“ Það hefur ekkert heyrst um það enda er það bara órökstutt líka. Núna í raun og veru er málið ekki neinstaðar, nema að þetta eru orðnar bara einhverjar blammeringar, það má kalla eftir því að það séu einhver efnisleg rök fyrir þessari gagnrýni. Það er ólíðandi að fyrirtæki sem er að hefja rekstur og skapa hérna fleiri hundruð störf liggi undir svona órökstuddum ávirðingum.“

Einar Þorsteinsson, stjórnandi Silfursins, benti á að starfsmennirnir væru í stéttarfélagi sem væri ekki óháð launagreiðandanum sjálfum. Birgir hafnaði því að fyrirkomulagið væri óeðlilegt og benti á að Flugfreyjufélag Íslands hafi aðeins einn viðsemjanda, Icelandair. Þetta sé nákvæmlega sama fyrirkomulagið hjá Play.

„Við þurfum að sitja undir þessum skotum en það koma aldrei nein rök fyrir þessu,“ sagði Birgir og vísaði á bug þeirri athugasemd Einars að það liti út fyrir að Play væri að hugsa meira um viðskiptavini en starfsfólk.

„Forseti ASÍ kemur fram og segir að fjölmargir starfsmenn hafi leitað til hennar. Aftur á móti er hún að senda pósta á starfsmenn okkar og kalla eftir því að þau komi með einhverjar hryllingssögur af einhverri ógnarstjórnun og slæmum aðbúnaði. Þetta er náttúrulega ólíðandi, að svona virt samtök vinni með þessum hætti án þess að þau komi nokkurn tíma með einhvers konar rök sem er hægt að ræða efnislega, þetta er bara einhver skotgrafarhernaður,“ sagði Birgir, afar ósáttur við framgöngu ASÍ.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“