fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Rekstrarstjóri Pablo Discobar í ótímabundið leyfi eftir blóðuga árás á gesti – „Við höfum ekkert umburðarlyndi fyrir svona“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. október 2021 12:15

Glerbrotin í bílnum. Áverkarnir á farþeganum. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstrarstjóri Pablo Discobar, skemmtistaðar við Ingólfstorg réðst á gesti staðarins fyrir utan staðinn eftir lokun. Myndband sem DV hefur undir höndum sýnir hann brjóta rúðu í bíl með því að slá flösku í rúðu farþegamegin.

Meintir þolendur árásarinnar sendu DV myndefni og upplýsingar um málið. Segja þeir manninn hafa sagt þeim að yfirgefa staðinn eftir lokun síðastliðna nótt. Mennirnir segjast hafa viljað fá staðfestingu á því að viðkomandi væri starfsmaður þar sem hann var ekki í einkennisfötum og var ekki merktur staðnum. Segja þeir hann þá hafa tryllst og ekki hafi sljákkað í honum þó að mennirnir væru að hlýða og á leiðinni út. Hann hafi síðan elt þá út og brotið rúðuna í farþegasætismegin í bílnum. Myndefni styður þá fullyrðingu.

DV náði sambandi við Jón Bjarna Steinsson, einn eigenda Pablo Discobar. Hann kannast við atvikið en hafði ekki náð sambandi við starfsmanninn. Hann hafði hins vegar fengið upplýsingar þess efnis maðurinn hefði ekki verið handtekinn eins og talið var heldur hafi hann sjálfur farið á lögreglustöð og gefið skýrslu vegna málsins. Jón Bjarni hefur hins vegar ekki upplýsingar um hvort maðurinn hafi verið handtekinn í kjölfar þeirra skýrslugjafar.

Varðandi atvikið segir Jón Bjarni: „Hann virðist bara hafa tryllst. Ég hef upplýsingar um að þessir gestir hafi verið með leiðindi og neitað að yfigefa staðinn. Það afsakar samt ekki svona framferði, við höfum ekkert umburðarlyndi fyrir svona“

Jón Bjarni segir ennfremur að starfsmaðurinn sé kominn í ótímabundið leyfi vegna málsins. Að öðru leyti vill hann afla sér frekari upplýsinga um atvikið áður en ákvarðanir um framhaldið verða teknar eða frekari yfirlýsingar gefnar um það af hans hálfu.

Jón Bjarni segir jafnframt að umræddur maður hafi ekki verið á vakt í nótt, hann hafi verið á staðnum en ekki í vinnunni.

Meðfylgjandi er ópersónugreinanlegt myndband sem sýnir atvikið er maðurinn braut bílrúðu hjá gestunum. Ennfremur fylgir samsett mynd innan úr bílnum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Í gær

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð