fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Ný rannsókn varpar ljósi á ferðir íslenskra víkinga í Norður Ameríku – Fær „Leif Erikson“ loksins frídaginn sem hann á skilið?

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 21. október 2021 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjölluðu í gærkvöldi og í nótt um niðurstöður nýrra rannsókna sem þykja benda til þess að tré sem nýtt voru af víkingum sem settust tímabundið að við L’anse aux Meadows á Nýfundnalandi séu frá árinu 1021. Er rannsóknin og niðurstöður hennar sagðar sanna í eitt skipti fyrir öll, að víkingarnir voru fyrstu Evrópubúar til þess að nema land í Norður Ameríku, fimm hundruð árum á undan Kólumbus.

Vitað hefura verið um minjar um vistarverur víkinga í L’anse aux Meadows um all langt skeið, en hingað til hafa aldursgreiningar á minjum og munum sem þar hafa fundist ekki verið hafnar yfir allan vafa. Á því hefur nú orðið breyting.

Nýja tæknin byggir í raun á gamalli, en góðri, tækni: Að telja árhringi trjáa. Hins vegar er það nú gert með þeirri nýbreytni að nota sólstorm sem vitað er að hafi átt sér stað árið 993 sem viðmið. Sólstormurinn framkallaði óeðlilega árhringi í tré um allan heim og með því að telja hringina sem myndast hafa utan um sólstormshringinn komust vísindamenn að ofangreindri niðurstöðu.

„Son of Iceland – Grandson of Norway“

Tekist hefur verið á um það hvort Leifur Eiríksson eigi ekki skilið meiri heiður en honum er veittur í bandarískri og kanadískri menningu. Halda Bandaríkjamenn í dag „Leif Erikson day“ hátíðlegan þann 9. október á hverju ári. Það er hins vegar hvorki hátíðardagur né frídagur, eins og „Columbus day,“ sem er haldinn hátíðlegur annan mánudag í október á hverju ári. Dagur Kólumbus er þannig nokkurs konar frídagur verslunarmanna vestanhafs og helgin öll nokkurs konar verslunarmannahelgi. Þá er algengt að vinnudagar og skólar hlaði öðrum frídögum utan á þessa sömu helgi til að lengja hana enn frekar. Þannig verður óumflýjanlega umtalsvert meiri eftirvænting fyrir degi Kristófers Kólumbus en okkar eigin Leifs Eiríkssonar.

En átökin eru víðar. Hefð er fyrir því að forsetinn, eða Hvíta húsið fyrir hans hönd, sendi frá sér tilkynningu á hverjum „Leif Erikson day,“ og lýsi því formlega yfir að dagurinn sé tileinkaðir Leifi Eiríkssyni. Í fyrstu tilkynningunum, til dæmis frá Lyndon B. Johnson, var Leifur kallaður „Norseman.“ Á þetta sættust íslensk stjórnvöld ekki og lögðust í víking. Íslenskum diplómötum var sigað á kollega sína í Washingtonborg og fór svo að lokum að Nixon stjórnin breytti orðalaginu í þessum árlegu yfirlýsingum í „Grandson of Norway, son of Iceland.“ Það orðalag stendur enn þann dag í dag, eins og sjá má í yfirlýsingu Joe Bidens Bandaríkjaforseta á síðasta degi Leifs Eiríkssonar vestanhafs nú í byrjun október þessa árs.

Einhverjir gætu sagt, í ljósi nýrra upplýsinga, að tilefni væri fyrir Íslendinga og Norðmenn að taka höndum saman og berjast fyrir því að Leifur okkar Eiríksson fengi frídaginn sem hann á skilið, en það verður þó að teljast býsna ólíklegt. Að minsta kosti að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur