fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Jóhannes uppljóstrari verðlaunaður og fær 15 milljónir – „Þeir þurfa að borga allt til baka sem þeir tóku“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 21. október 2021 21:00

Jóhannes Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu, tók í dag við sjálfbærniverðlaunum Gautaborgar, WIN WIN.

Jóhannes fer ekki tómhentur heim en auk heiðursins fær hann eina milljón í sænskum krónum í verðlaunafé, það jafngildir tæpum 15 milljónum í íslenskum krónum.

Á hverju ári er valið sérstakt þema fyrir verðlaunin. Emma Dalväg, formaður dómnefndarinnar, útskýrði að spilling hafi orðið fyrir valinu í ár, hún segir spillingu vera eina stærsta hindrunina í sjálfbærni. „Hvað er það sem stöðvar og stendur í vegi fyrir allri viðleitni okkar? Niðurstaða okkar varð sú að spilling er ein stærsta hindrunin fyrir þeirri þróun sem við viljum sjá.“

Jóhannes þakkaði fyrir verðlaunin á athöfninni og sagði að þau skipti hann sérstaklega miklu máli í baráttunni gegn óréttlæti. „Og ekki aðeins mig því að baki mér stendur heilt þorp og hefur gert í fimm ár. Og sem betur fer þá stækkar þorpið bara og nú í kvöld held ég að það verði mun stærra.“

Í viðtali við RÚV segir Jóhannes að verðlaunin séu viðurkenning fyrir allra uppljóstrara og að þetta sé „stór og mikil þýðing fyrir baráttuna til að klára Samherjaskjalamálið“.

Þá segist Jóhannes hafa trú á rannsókninni sem nú er í gangi hjá Héraðssaksóknara. Þá talaði hann einnig um rannsóknina sem fer fram í Namibíu, hann segir að hugsanlega verði réttarhöld á næsta ári og að hann muni þar bera vitni.

Jóhannes segir þá að það þurfi að sakfella Samherjamenn hér á landi, jafnvel þó það þýði að hann verði sjálfur sakfelldur. „Það þarf náttúrulega til sakfellingar á Samherjamönnum á Íslandi og ég meina ef það leiðir til sakfellingar á mér þá er það bara hluti af því. Það er ekkert mál af minni hálfu. Þeir þurfa að borga allt til baka sem þeir tóku frá Namibíu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur