fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Hvers vegna voru þau sýknuð?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. október 2021 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur í Rauðagerðismálinu sætir töluverðum tíðindum þar sem þrír af fjórum sakborningum voru sýknaðir. Angjelin Sterkaj var sakfelldur fyrir morðið á Armando Beqiri en meðákærðu voru sýknuð af hlutdeild í verknaðinum.

Angjelin var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morði á Armando. Í samtali við lögmann Angjelins, Oddgeir Einarsson, kemur fram að Angjelin er sáttur við að hin þrjú hafi verið sýknuð en vill ekki láta hafa meira eftir sér í bili. Ekki liggur fyrir á þesar stundu hvort dómnum verður áfrýjað til Landsréttar af hans hálfu.

 

Í ákæru héraðssaksóknara er dregin upp mynd af samverknaði fólksins, þeirra Angjelin Sterkaj í 16 ára fangelsi,  Sphetim Querimi, Murat Selivrada, Claudia Carvalho um morðið þar sem Shpetim sá um að aka Angjelin á vettvang, Claudia á að hafa fylgst með ferðum Armando og gefið Angjelin merki þegar Armando ók af stað frá Rauðarárstíg og áleiðis upp í Rauðagerði, og Murat á að hafa leiðbeint Claudiu varðandi þetta verkefni.

Það er niðurstaða dómarans að hvorki vitnisburður né gögn staðfesti að hin þrjú hafi vitað um þá fyrirætlun Angjelin að myrða Armando. Framburður Claudiu er sagður vera trúverðugur, eða eins og segir í dómnum:

„Engin vitni hafa borið um að ákærða X hafi framið þá háttsemi sem henni er gefin að sök. Það er mat dómsins að gögn málsins verði ekki virt þannig að hafna beri
trúverðugum framburði ákærðu X, og fær það stoð í framburði meðákærðu eins og rakið var, auk þess sem hluti annarra gagna málsins og upptökur úr
eftirlitsmyndavélum styðja niðurstöðuna í þessum ákærulið á líkan hátt og í 1. tölulið ákærunnar sem lýst var að framan. Ekkert bendir til þess, gegn neitun ákærðu X, að hún hafi vitað eða mátt vita að meðákærði Angjelin myndi svipta A lífi er hann fór til fundar við hann.“

Dómarinn telur einnig að ekki liggi fyrir sönnun um að þeir Sphetim og Murat hafi vitað um áform Angjelins. Framburður Sphetim, sem var í bílnum með Angjelin, varðandi þetta, er metinn trúverðugur. Murat neitaði því að hafa leiðbeint Claudiu um bíla Armandos og telur dómari ósannað að hann hafi gert það.

Framburður Angjelins metinn ótrúverðugur

Sannað þykir að Angjelin hafi banað Armando enda liggur fyrir játning hans í málinu. Hins vegar var framburður Angjelin um að hann hafið framið morðið í nauðvörn vegna hótana Armandos og manna tengdum honum gegn sér og syni sínum, sem og að Armando hafi ráðist að sér á vettvangi er hann skaut hann, metinn ótrúverðugur. Hótanirnar tengdi Angjelin við meinta sekt sem á að hafa verið lögð á Anton Kristinn Þórarinsson í undirheimum. Um þetta segir í texta dómsins:

„Litlar upplýsingar eru um deilur milli ákærða Angjelins og A þótt gögn beri með sér að eitthvert ósætti kunni að hafa verið á milli þeirra. Framburður ákærða
Angjelins um miklar deilur og hótanir í sinn garð og að sekt hafi verið lögð á F, eins og rakið var, og ákærði hafi blandast inn í það, er að mati dómsins ótrúverðugur og ekki á rökum reistur.“

Auk 16 ára fangelsisdóms er Angjelin dæmdur til að greiða háar fjárhæðir í skaðabætur og málskotnað. Skipta þær fjárhæðir samanlagt tugum milljóna króna.

Meðfylgjandi eru myndir frá dómsuppkvaðningunni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Myndirnar tók Anton Brink.

Sjá dóminn

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur