Rétt í þessu voru kveðnir upp dómar í Rauðagerðismálinu, er varðar morðið á Albananum Armando Bequirai, sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn.
Fjórar manneskjur, þau Angjelin Sterkaj, Sphetim Querimi, Murat Selivrada og Claudia Carvalho, voru ákærð fyrir samverknað um morðið.
Angjelin Sterkaj játaði að hafa skotið til Armando til bana en sagðist hafa gert það nauðbeygður þar sem Armando og samherjar hans hafi setið um líf hans. Angjelin sagðist hafa verið einn að verki en héraðssaksóknari taldi hin þrjú hafa aðstoðað hann við verkið, Shpetim með því að aka honum, Claudia með því að fylgjast með ferðum Armandos kvöldið örlagaríka, og Murat með því að leiðbeina henni um hvernig hún ætti að fylgjast með ferðum Armandos.
Dómarnir sem kveðnir voru upp voru eftirfarandi:
Angjelin Sterkaj í 16 ára fangelsi
Sphetim Querimi: sýknaður
Murat Selivrada: sýknaður
Claudia Carvalho: sýknuð