Í september voru skráð níu tilvik þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi en ekki hafa verið skráð jafn mörg tilvik síðan í maí 2020. Það sem af er ári hafa verið skráð um sjö prósent fleiri tilvik þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi en skráð voru að meðaltali síðustu þrjú ár á undan.
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir september 2021.
Í september voru skráð átta tilvik þar sem lögreglumanni var hótað ofbeldi. Það sem af er ári hafa verið skráð um 27% fleiri tilvik þar sem lögreglumanni var hótað ofbeldi og skráð voru að meðaltali síðustu þrjú árin á undan. Sjá gröf úr mánaðarskýrslunni.