fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. október 2021 07:59

Háteigsskóli. Mynd:GVA/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fjörtíu nemendur í Háteigsskóla eru í sóttkví og 4 eru í einangrun eftir að kórónuveirusmit greindust meðal óbólusettra nemenda í fjórða, fimmta og sjötta bekk. Líklega þarf fimmti bekkur að vera í sóttkví fram yfir vetrarfrí.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að hefðbundin kennsla hafi verið felld niður hjá þessum árgöngum en þess í stað er fjarkennsla.

„Það sem gerist í raun og veru er það sem Þórólfur hefur ítrekað sagt og það er að börnin smita. Þau smita hvert annað. Þetta byrjaði að sýna sig vegna þess að það voru foreldrar að veikjast af Covid og þá fóru heimilin í skimun. Þá kom í ljós að eitt barn var með mótefni og enginn hafði vitað af því að það hefði fengið Covid. Þannig rúllar þetta af stað,“ er haft eftir Arndísi Steinþórsdóttur, skólastjóra Háteigsskóla.

Hún sagði að starfsfólkið búi yfir töluverðri æfingu í að skipta yfir í fjarkennslu. Nemendur í fjórða og sjötta bekk losna úr sóttkví nú í vikunni en nemendur í fimmta bekk verða áfram í sóttkví fram yfir vetrarfrí.

Hún sagði að veiran dreifi sér hratt á meðal barnanna. Sóttvörnum sé auðvitað fylgt í skólanum en það geti reynst yngri börnunum erfitt að fylgja þeim reglum. „Við höldum uppi sóttvörnum í skólanum en auðvitað ráðum við ekki við neitt ef eitthvað fer af stað,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít