fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Orabauna Jólabjór frá RVK Brewing væntanlegur í búðir

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 20. október 2021 12:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ora Jólabjór er millidökkur, mildur og sætur með keim af jólunum sem fenginn er með íslenskri klassík: Ora grænum baunum og Ora rauðkáli. Drekkist einn og sér eða með hangikjötinu, jólasíldinni og jólaskapinu.“ Þannig er ORA Jólabjórnum frá brugghúsinu RVK Brewing lýst á heimasíðu ÁTVR. Má þá vera ljóst, að hér er eitthvað mikið á seyði.

Umbúðir jólabjórsins eru svo skreyttar með hinum táknrænu, og alíslensku, Ora baunum og rauðkáli.

DV tók Valgeir Valgeirsson, bruggmeistara hjá RVK Brewing Co. sem framleiðir ORA bjórinn á tal um nýjasta blómið í haga íslenskra jólabjóra, og leyndi stoltið sér ekki. Hins vegar sagði Valgeir að formleg kynning á bjórnum kæmi síðar og vildi hann sem minnst tjá sig uns hún hefur farið fram.

Samkvæmt lýsingu og myndum sem finna má á heimasíðu ÁTVR er þó ætlunin bersýnilega að sækja í gamla tímann sem umbúðir grænu baunanna frá ORA hafa að geyma. Á dósinni eru að finna leiðbeiningar, sambærilegum þeim sem finna má á dósum Ora baunanna:

„Kæling: Kælið innihaldið í kæliskáp við 4-6°C án þess að fjarlægja það úr dósinni,“ segir þar meðal annars.

„Notkun: Takið dósina úr kæli, opnið hana og hellið innihaldinu í fallegt glas. Ef glasið tæmist má endurtaka ferlið.“

Þá má jafnframt finna Jólasíldarauglýsingu frá Ora utan á Ora Jólabjórnum.

Ljóst er að rík jólabjórahefð er að skapast meðal íslenskra brugghúsa. Í jólabjórasmakki DV fyrir síðustu jól voru hvorki meira né minna en 49 bjórar undir, og stefnir í að þeir verði enn fleiri í ár. Nú strax í október skilar einföld leita inni á heimasíðu ÁTVR að „jólabjór“ 53 niðurstöðum, og má búast við að þeim fjölgi verulega á næstu vikum. Greindi mbl.is frá því í september að von væri á um 130 tegundum af jólabjór, en af þeim eru auðvitað þó nokkrar erlendar.

Sjá nánar um Jólabjórsmakk DV 2020:

Lagerar og aðrir léttir

IPA og Pale Ale

Porter/Stout/Barley/Kryddbjór

Súrbjórar/Aðrir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“