fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Lögreglan útilokar ekki kosningasvindl – Salurinn ekki læstur líkt og Ingi hélt fram

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 20. október 2021 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vesturlandi segist ekki geta útilokað að átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. Frá þessu greinir Vísir sem hefur lögregluskýrsluna í málinu undir höndum.

Í skýrslunni er farið yfir upptökur úr tveimur eftirlitsmyndavélum sem eru í salnum sem nýttur var í talninguna sem og úr tveimur myndavélum sem eru staðsettar utan við innganga. Þar kemur fram að engin myndavél sýni svæðið þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var framverandi.

Rannsókn lögreglu hófst vegna kæru frambjóðanda Miðflokksins, Karls Gauta Hjaltasonar, sem missti þingsæti sitt í endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi. Lögregla hefur lokið rannsókn í málinu og líkt og greint var frá fyrr í dag hefur meðlimum yfirkjörstjórnar verið boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu sem hluti nefndarinnar hefur þegar sagt að þau ætli ekki að greiða.

Í frétt Vísis kemur fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi hafi starfsfólk hótelsins gengið um talningarsalinn að því er virðist til að vinna ýmis tiltektar- og frágangsverk. Hins vegar hverfi það öðru hvoru úr mynd í allt frá nokkrum sekúndum upp í tvær og hálfa mínútu.

Því geti lögregla ekki fullyrt að enginn hafi snert kjörgögnin.

Talningasalur ekki læstur

Mbl.is greinir jafnframt frá því að samkvæmt heimildum miðilsins hafi hurð inn í talningarsal verið ólæst á meðan kjörgögn lágu þar inni eftirlitslaus, þvert á það sem formaður yfirkjörstjórnar, Ingi Tryggvason, hefur áður sagt í fjölmiðlum – en hann hélt því fram að salurinn hafi verið læstur.

Myndir teknar af atkvæðum í tómum salnum

Stundin greinir svo frá því að þrennt starfsfólk Hótel Borgarnes hafi tekið myndir í tómum talningasal, meðal annars myndir af atkvæðum.

Stórtíðindi segir frambjóðandi sem glataði þingsæti í endurtalningunni

Karl Gauti Hjaltason segir í samtali við Fréttablaðið að um stórtíðindi sé að ræða. Varla sé verjandi byggja úrslit Alþingiskosninga á síðari talningunni þar sem nú sé ljóst að meðhöndlun þeirra fól í sér refsivert brot. Hann telur því að fyrri talningin eigi að gilda.

Hins vegar sagði Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, á fundi undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa á föstudaginn að ekki sé hægt að byggja niðurstöðu kosninga á fyrri talningu þar sem ljóst væri að þar hafi ranglega verið talið samkvæmt skýrslum yfirstjórnar þar sem kemur fram að við skoðun á atkvæðabunkum hafi komið í ljós að atkvæði hafi ranglega verið talin.

Meðhöndlun hófst áður en allir meðlimir kjörstjórnar voru mættir

DV greindi frá því skömmu eftir kjördag að samkvæmt öruggum heimildum hafi meðhöndlun atkvæða í Norðvesturkjördæmi hafist áður en allir meðlimir kjörstjórnar væru mættir á staðinn fyrir endurtalninguna og áður en umboðsmenn framboðslistanna mættu.

Samkvæmt heimildum DV var ekki eining meðal fulltrúa kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur. Þá gefi fundargerðin til kynna að meðhöndlun atkvæða hafi ekki hafist fyrr en allir fulltrúar kjörstjórnar voru mættir en það sé ekki rétt og neitaði hluti þeirra að undirrita hana. Í gerðabók sést síðan að enginn skrifar undir nema Ingi Tryggvason. Athygli hefur verið vakin athygli á þeirri ótrúlegu tilviljun að heil 9 röng atkvæði hafi verið í fyrsta bunkanum sem formaður yfirkjörstjórnar tók til skoðunar.

Sjá nánar: Kjörgögn meðhöndluð áður en kjörstjórn var öll mætt – Búið að upplýsa lögreglu

Enn er óljóst hver niðurstaðan í þessu sögulega máli verður. Miðað við það sem að ofan er rekið er mögulegt að ófært sé að byggja niðurstöðu talningar í Norðvesturkjördæmi á fyrri sem og seinni talningu en ef sú verður lendingin þarf að líkindum að halda uppkosningu í kjördæminu þar sem meðhöndlun kjörganga er ekki yfir vafa hafin og því ekki hægt að telja þau einu sinni enn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“