fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. október 2021 17:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. desember árið 2016 var ekið á konu sem var gangandi vegfarandi, er bíll fór yfir á rauðu ljósi. Konan varð fyrir varanlegu tjóni vegna slyssins og varð óvinnufær. Tryggingafélag bíleigandans, Vörður tryggingar hf, greiddi henni bætur árið 2019 á grundvelli þess mats sem þá lá fyrir á tjóni konunnar. Konan tók við þeim bótum með fyrirvara um að matið væri rétt.

Hún gerði tvenns konar athugasemdir við niðurstöðu tryggingafélagsins, annars vegar taldi hún tryggingafélagið ekki taka nægilega mikið mið af glötuðum lífeyrisréttindum hennar sem hún ella hefði safnað væri hún vinnufær. Hins vegar mótmælti hún því að tryggingafélagið hefði ekki greitt fyrir tiltekin álit matsmanna, sem konan hafði aflað sér, vegna þess að tryggingafélagið taldi þau vera óþörf.

Konan stefndi Verði tryggingum en dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. október síðastliðinn.

Krafa konunnar til Varðar var eftirfarandi samkvæmt texta dómsins:

„Endanlegar dómkröfur stefnanda eru að stefndu verði dæmd óskipt til að greiða henni 9.004.661 krónu með 4,5% ársvöxtum af 7.456.000 krónum frá 11. febrúar 2018
til 16. febrúar 2020, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 16. febrúar 2020 til greiðsludags, allt að frádregnum 434.807 krónum sem voru greiddar 16. september 2021. Þá er krafist málskostnaðar óskipt úr hendi stefndu, eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál.“

Vörður krafðist sýknu en til vara verulegrar lækkunar á kröfum konunnar.

Það var niðurstaða dómsins að Vörður hefði að miklu leyti tekið tillit til skertra lífeyrisréttinda konunnar við útreikninga sína en þó ekki fyllilega. Ennfremur var það niðurstaða dómsins að tryggingafélaginu bæri að bera kostnað vegna álits matsmanna. Það síðarnefnda flokkar dómurinn sem málskostnað og dæmir Vöðrð til að greiða henni 532.000 krónur vegna vottorðanna. Ennfremur skal Vörður greiða konunni rúmlega eina milljón með dráttarvöxtum frá 30. júlí 2020.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“