fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Smáhýsi fyrir heimilislausa hafa staðið ónotuð í 18 mánuði – Andstaða íbúa og fyrirtækja tefur verkefnið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 09:00

Smáhýsi í Gufunesi. Mynd: Fréttablaðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í eitt og hálft ár hafa tíu tilbúin smáhýsi frá Póllandi staðið ónotuð í Skerjafirði. Þau eiga að vera athvarf fyrir heimilislausa skjólstæðinga velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Andstaða íbúa og fyrirtækja tefur verkefnið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar, að umræðan um smáhýsin hafi litast af fordómum og það hafi haft áhrif á framgang verkefnisins.

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, sagði að smáhýsin hafi verið flutt á geymslusvæði borgarinnar í Skerjafirði í mars 2020. Hún sagði að andstaða íbúa í einstökum hverfum hafi tafið fyrir því að húsin hafi verið tekin í notkun. „Erfiðlega hefur gengið að festa lóðir fyrir þau en umhverfis- og skipulagssvið hefur unnið að því í meira en tvö ár. Það hefur gengið hægar en vonir stóðu til um, meðal annars vegna andstöðu íbúa og fyrirtækja í mörgum hverfum,“ er haft eftir henni.

Fyrirhugað er að fimm hús verði staðsett í Laugardal, tvö á Héðinsgötu og þrjú á Stórhöfða. Hólmfríður sagði stefnt á að setja þau upp um leið og lóðirnar undir þau verða tilbúnar. Þessu verkefni ætti að ljúka á næsta ári að hennar sögn.

Fimm smáhýsi hafa verið tekin í notkun í Gufunesi. Tvö eru komin í Skógarhlíð og þrjú á Kleppsmýrarveg og er unnið við frágang þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum