Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hofskirkju í Skagafirði. Kirkjan er staðsett á Hofi, jörð Lilju Pálmadóttur á Höfðaströnd og greinir N4 frá því að hún sjái fyrir sér aukna nýtingu á kirkjunni að endurbótum loknum.
Kirkjan er friðuð, 150 ára gömul og þurfti sannarlega á endurbótunum að halda en þær eru afar kostnaðarsamar.
Greint var frá því í fréttum í fyrra að Hofssókn hafi þurft að höfða eignardómsmál til að fá kirkjunar til eignar, til að geta síðan staðið við þá ákvörðun aðalsafnaðar um að gefa Lilju kirkjuna. Ástæða dómsmálsins var sú að enginn þinglýstur eignarsamningur var til um kirkjuna. Hún er nú réttilega í eigu Lilju.
Snæfríður Ingadóttir, dagskrárgerðarkona hjá N4, leit við í kirkjunni á dögunum og má í meðfylgjandi myndbandi fræðast um endurbæturnar og sögu kirkjunnar.