fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Íslensk rannsókn sýnir að sjúklingum á blóðþynningarlyfinu Xarelto er hættara við blæðingum í meltingarvegi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. október 2021 09:31

Xarelto (rivaroxaban)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíðni blæðinga í meltingarvegi er mun hærri hjá þeim sjúklingum sem fengið hafa blóðþynningarlyfið Xarelto (rivaroxaban) en hjá þeim sem fengið hafa tvö önnur blóðþynningarlyf hér á landi. Þetta sýna niðurstöður nýrrrar rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands og Landspítala sem birtar eru í virtu alþjóðlegu vísindatímariti bandarískra lyflækna, Annals of Internal Medicine.

Greinin er hluti af doktorsverkefni Arnars Braga Ingasonar í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands en verkefnið snýr að því að bera saman öryggi og virkni blóðþynningarlyfja. Rannsóknin er unnin undir handleiðslu Einars Stefáns Björnssonar, prófessors í lyflækningum.

 

Rannsóknin náði til allra Íslendinga sem hófu meðferð með blóðþynningarlyfjunum Xarelto (rivaroxaban), Eliquis (apixaban) og Pradaxa (dabigatran) á fimm ára tímabili. Alls náði rannsóknin til 5.868 sjúklinga og var meira en helmingur þeirra á Xarelto.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að tíðni blæðinga í meltingarvegi hjá þeim sem fengu Xarelto var 40-42% hærri en hjá þeim sem gefið var Eliquis og 63-104% hærri en hjá þeim sem fengu Pradaxa. Jafnframt reyndust alvarlegar meltingarvegsblæðingar mun algengari hjá þeim sem fengu Xarelto en hin lyfin tvö, en tíðnin var 49-50% hærri hjá þeim sem fengu Xarelto samanborið við Eliquis og 39-95% samanborið við Pradaxa. Niðurstöður rannsóknarinnar eru sambærilegar við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum, Bretlandi og Taívan.

Ein möguleg skýring á þessum mun er að Xarelto er gefið einu sinni á dag en hin lyfin eru gefin tvisvar á dag. Þetta veldur hærri hámarksstyrk lyfs í blóði og þar með fræðilega séð aukinni bælingu á storkukerfi líkamans.

Ofangreindar niðurstöður hafa mikla þýðingu þar sem þær geta nýst læknum við val á blóðþynningarmeðferð, sérstaklega fyrir sjúklinga sem talið er að séu í aukinni hættu á meltingarvegsblæðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“