Frá og með miðnætti taka nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna Covid-19 gildi. Ríkisstjórnin fundaði í morgun um tillögur sóttvarnalæknis.
Fjöldatakmarkanir fara úr 500 í 2.000 á miðnætti. Grímuskylda fellur alfarið niður.
Frá þessu greindi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra frá í viðtali við Vísir.is.
Stefnt er að því að fella niður allar sóttvarnatakmarkanir eftir fjórar vikur.
Skemmtistaðir verða nú opnir í klukkutíma lengur. Hætt verður að hleypa inn kl. 1 eftir miðnætti og staðirnir verða tæmdir kl. 2.