fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Bílstjóri Strætó á fullri ferð að taka upp TikTok-myndband – „Þetta er bara algjört dómgreindarleysi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 19. október 2021 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílstjórar hjá Strætó hafa ítrekað ratað á síður fjölmiðla fyrir að gæta ekki nægilega vel að umferðarreglunum. DV barst í dag ábending um slíkt tilvik en einn bílstjóri Strætó birti í dag myndband á miðlinum TikTok sem var tekið upp á meðan hann var að störfum og á fullri ferð.

Í myndskeiðinu er er umræddur bílstjóri á ferð og horfir beint í myndavél símans og beinir svo myndavélinni að götunni.

Athæfið var gagnrýnt í athugasemdum við myndskeiðið á TikTok.

„Þú ættir ekki að vera að nota símann á meðan þú ert að keyra. Þetta er rangt á svo marga vegu.“ 

„Ég myndi eyða þessu ef ég væri þú. Svo auðvelt að tilkynna svona til Strætó og þú værir 100% rekin fyrir að vera í símanum að keyra. 

„Af hverju ertu í símanum að keyra?“ 

Myndbandinu hefur núna verið eytt út af TikTok.

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við DV að Strætó viti af myndbandinu eftir ábendingar sem voru sendar í gegnum Facebook-síðu þeirra.

„Okkur blöskraði eiginlega. Hvað get ég sagt, þetta er bara algjört dómgreindarleysi og við fórum beint í málið. Deildarstjórinn hafði sambandi við viðkomandi bílstjóra og þetta er komið í ferli innanhúss.“ 

Þó áður hafi borist fregnir af því að bílstjórar Strætó séu að nota síma sína undir stýri telur Guðmundur að þeim tilvikum sé farið að fækka, miðað við fjölda ábendinga sem berist fyrirtækinu.

„Þetta er náttúrulega ekki í lagi. Og fólk hefur fengið áminningar í starfi og jafnvel verið sagt upp fyrir að vera í símanum. Þetta er auðvitað stórhættulegt sérstaklega á svona stóru tæki eins og strætó er.“ 

Guðmundur segir að í þessum málum þá holi dropinn steininn og áfram þurfi að fordæma svona vinnubrögð og Strætó taki strax á slíkum málum um leið og þau komi upp. Bílstjórar Strætó viti að þetta er bannað.

„Auðvitað þú átt ekki að vera i símanum á meðan þú ert að keyra. Það er ekki bara verið að stofna fólki í vagninum í hættu heldur er verið að setja fólk út á götu í stórhættu.“ 

Guðmundur segir að fólk sé almennt duglegt að senda Strætó ábendingar ef svona tilfelli koma upp og við slíkum ábendingum sé brugðist hratt. „Þetta er eitthvað sem við verðum að halda áfram að gera, að minna á þetta og halda áfram að bregðast við ef það kemur eitthvað upp.“

Sjá einnig: Sjáðu myndbandið:Strætóbílstjóri í símanum undir stýri – Á fullri ferð um Kópavoginn

Rétt er að minnast þess að það er ólöglegt að nota farsíma, snjalltæki eða önnur raftæki sem truflað geta akstur undir stýri, án handfrjáls búnaðar. Slíkt brot getur verið ávísun á sektargreiðslur allt að 40 þúsund krónum samkvæmt núgildandi reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og relgum settum samkvæmt þeim.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“