Líklega eiga flestir Íslendingar minningar um helgarferðir í kolaportið þar sem maður þræddi sölubásana til að kíkja á úrvalið, nældi sér í harðfisk og gúmmulaði og leyfði börnunum jafnvel að kaupa einn dularfullan lukkupakka – þó innihaldið væri líklega ekkert sérstaklega spennandi þá er erfitt að setja verðmiða á gleðina sem fylgir því að vera barn að opna einhvern dularfullan pakka, vitandi að það sé happ og glapp hvort að innihaldið sé eigulegt eða ekki.
Minningu um að kaupa sér ódýr gleraugu sem maður gæti tekið með sér út að skemmta sér og ekki fengið móral ef þau týndust. Kannski minningu frá því að gæsa vinkonu, úr ratleik með vinnufélögum, eða bara til að drepa tímann á sunnudegi. Svona mætti líklega halda lengi áfram. Kolaportið á stað í hjarta þjóðarinnar og því þegar fregnir bárust af andlitslyftingu þessa sögufræga flóamarkaðar brá mörgum í brún.
Kolaportið eins og við þekktum það er úr sögunni. Fisklyktin fékk að víkja fyrir diskóljósum og nú má þar finna bar og aðstöðu fyrir skemmtanahöld og veislur. Til stendur að Kolaportið verði opið á virkum dögum og muni í nýrri mynd vera markaðstorg, með viðburðartorgi, verslun og þjónustu. Frá þessu var greint í frétt Vísis í gær.
Það kemur líklega ekki á óvart að skiptar skoðanir séu á þessum breytingum. Margir syrgja nú Kolaport barnæsku þeirra og hneykslast á þessari aðför að þjóðargersemi. Aðrir benda á að Kolaportið hafi hreinlega orðið fórnarlamb tímans og líklega fái markaðurinn nýtt líf eftir breytingar og geti því orðið vettvangur nýrra minninga næstu kynslóða.
Margir eiga eftir að sakna fiskilyktarinnar, án hennar sé varla hægt að tala um Kolaportið lengur. Sjarmi Kolaportsins hafi falist í því að það var ögn subbulegt, þar var fiskilykt, þröngir gangar, mikið af fólki og gjarnan þungt loft.
Look what they've done to my Kolaport!https://t.co/lmTGBrfJ2P
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) October 18, 2021
Ekki var ég nú fastagestur í Kolaportinu en væri ekki við hæfi að tala af aðeins meiri virðingu þegar stór partur af miðborgarmenningu Reykjavíkur líður undir lok? pic.twitter.com/exMSWTUx6X
— Jón Ingi Stefánsson (@jonistefans) October 18, 2021
Kolaportið á að vera illa lyktandi og með fullt af básum með misfallegum flíkum. THAT'S THE POINT!
— 💎 Donna 💎 (@naglalakk) October 19, 2021
Kolaportið dó þegar lyktin fór
— Mattý 🎃 👻 (@nei_takk) October 18, 2021
Hver einasta breyting í reykjavík virðist vera gerð með efri stéttir í huga. Kolaportið var ekki fyrir ykkur, þetta var staður þar sem hægt var að fá ódýra notaða hluti, asnalega boli og hnífa.
— Drullnæging (@skolledla) October 19, 2021
Er Kolaportið bara búið að vera?
— Sigursteinn Sigurðz 🇵🇸 (@gjafi_sigur) October 19, 2021
🤬😢 Kolaportið á að vera ruslahaugur með fiskilykt. Getið þið ekki bara farið í Smáralind þarna erkifávitarnir ykkar!?https://t.co/3aLywbtvoL
— Arngrímur Borgþórsson (@AggiBogg) October 19, 2021
Kolaportið á ekki að vera fínt, þá er það ekki Kolaportið. Af hverju þarf að taka allan karakter úr öllu?
— Bjarki 🇵🇸 (@BjarkiStBr) October 19, 2021
“Og þannig var Kolaportið nánast óþekkjanlegt þann 7. október síðastliðinn þegar árshátíð Kviku banka, TM og Lykils fór þar fram…”
Guð góður
— Bjartur 🚩🇵🇸 (@bjartura) October 19, 2021
Fokk off Kolaportið var fullkomið pic.twitter.com/D2uMkRXlzk
— sbj🎃rk (@VanHoppum) October 19, 2021
Aðrir fagna breytingunum og benda á að Kolaportið hafi í raun löngu verið dáið. Líklega hafi þeir sem gagnrýna breytinguna ekki lagt ferð sína þangað í þó nokkurn tíma og löngu kominn tími á að glæða það nýju lífi.
ef fólk sem er að segjast elska kolaportið og hefur farið þangað nýlega þá er 99.9999% af þeim að ljúga en svo það se a hreinu þa er eg i þessu 00.0001% sem hefur actually farið þangað nýlega og ég er ekkert að feika hérna
— Karel Örn Einarsson (@refsari) October 19, 2021
Kolaportið og viðbrögðin við því eru góð áminning um það að allt er breytingum háð. Tíminn leyfir okkur aldrei að hafa neitt í friði, ber okkur niður og hrifsar af okkur því sem okkur þykir vænt um. Kolaportið var ekki lengur kolaportið en flest vildum við hafa kolaportið sem var
— EgilLand (@EgillAnd) October 19, 2021
Ég fagna því að Kolaportið sé að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga en á meðan að Aron Einar er eigandi þá held ég að eg sleppi því bara að fara þangað✌️
— Steingrímur (@Arason_) October 19, 2021
Mitt hot take er að kolaportið var mjög illa managed … allstaðar í útlöndum er hægt að selja fisk án þess að allt pleisið lykti illa. Heitir þetta ekki bara loftræsting og þrif?
— ÍsJökull (@IsJokull) October 19, 2021
Ég hata svona breytingar eins og heitan eldinn. Ég hata millistéttavæðingu, lundabúðir og afskræmingu borgarinnar í þágu ríkra túrista. En allt er breytingum háð og finnst mér þessi veislusalapæling ágætis viðbragð og nýting á húsinu sem annars var orðið eins og kirkjugarður.
— Silja Björk (@siljabjorkk) October 19, 2021
Sorrý en kolaportið er búið að vera skelfilegt í nokkur ár, sömu ali-express og lundabásar hverja helgi á eftir annari og alveg tilgangslaust að fara. Sáttur með að það sé verið að stokka þessu upp.
— ✨gatoradestrákur✨ (@djlilleven) October 19, 2021
Mér skilst fólk ekkert að kvarta bara yfir nýjustu breytingunum heldur allt þetta process í heild sinni, semsagt af hverju kolaportið "dó".
— Drullnæging (@skolledla) October 19, 2021
Ég og konan fórum þarna reglulega fram undir Covid. Það sem varð banabitinn fyrir Kolaportið voru ekki Aliexpress básarnir heldur var það að Fiska fór, og þegar þeir fóru fór helmingur matarmarkaðarins. Eftir sat Depla, bakkelsi og lakkrísafskurður.
— Thor (Þór) (@totitolvukall) October 19, 2021