fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Tíu ár liðin frá stærsta ráni Íslandssögunnar – „Upplifunin var skelfileg“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 17. október 2021 14:55

Ránið var þaulskipulagt. mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu ár eru í dag liðin frá því að vopnað rán var framið í verslun Franks Michelsen á Laugavegi. Frank minnist tímamótanna á Facebook síðu sinni í morgun.

„Í dag eru tíu ár liðin frá Michelsen ráninu, þegar þrír A-Evrópubúar vopnaðir skammbyssum ruddust með hótunum og ofbeldi inn í verslun Michelsen úrsmiða og brutu og brömluðu í stærsta ráni sem framið hefur verið á Íslandi,“ skrifar Frank. „Þetta er reynsla sem ég hefði viljað vera laus við og óska engum að lenda í, upplifunin var skelfileg.“

Færslu Franks má sjá hér að neðan.

Þann 17. október 2011, klukkan 10:17 ruddust þrír grímuklæddir menn inn í verslunina vopnaðir skammbyssu og barefli skömmu eftir að verslunin hafði verið opnuð. Þar brutu þeir skápa með hömrum, fylltu töskur af þýfi og hlupu út í dökkbláan Audi A6 sem hafði verið stolið kvöldið áður í Gnoðarvogi.

Fyrsta frétt um málið birtist skömmu síðar í fjölmiðlum, eða 10:40, og var þá strax ljóst að eitthvað mikið hafði gerst.

Í viðtali við mbl.is, lýsti starfsmaður Máls og menningar, sem er í húsinu á móti, að hann hefði heyrt mikil læti og brothljóð, litið út og þá séð grímuklædda menn að ræna nágranna sinn. Sagði hann að ránið hafi virst þaulskipulagt og þeir aðeins verið inni í versluninni í 2-3 mínútur.

Á þeim 2-3 mínútum tókst þeim þó að stela munum fyrir tugum milljóna, en talið er að verðmæti ránsfengsins hafi verið á bilinu 60-70 milljónir.

Bíll ræningjanna fannst skömmu síðar í Þingholtunum og fannst skotvopnið sem notað var í ráninu aftur í bifreiðinni. Reyndist það vera leikfangabyssa. Mennirnir fundust þó ekki strax. Landamæragæsla á Keflavíkurflugvelli var hert til muna eftir ránið af ótta við að ræningjarnir myndu reyna að koma ránsfengnum úr landi. Sá grunur átti síðar eftir að reynast á rökum reistur.

Ræningjarnir voru allir pólskir og komu til landsins viku fyrir ránið, gagngert til þess að ræna úraverslunina á Laugaveginum. Mennirnir komust allir úr landi, en skildu ránsfenginn eftir hjá samverkamanni. Sá var fljótlega handtekinn og lagði lögregla hald á ránsfenginn sem síðar var komið aftur í hendur réttmæts eiganda, Franks Michelsen.

Tveir mannanna voru síðar handteknir í Sviss og framseldir til Íslands og sá þriðji sem slapp úr landi handtekinn í Póllandi.

Málið er enn í dag stærsta rán sem framið hefur verið á Íslandi. Færsla Franks er hér að neðan, auk mynda sem teknar voru af ljósmyndara Fréttablaðsins á vettvangi skömmu eftir ránið.

mynd/Vilhelm
mynd/Vilhelm
Ránið var þaulskipulagt. mynd/Vilhelm
mynd/Vilhelm
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“