Lögregla var kölluð til rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna rafskútuslyss í Vesturbæ Reykjavíkur. Reyndust tveir hafa verið á rafskútunni og nefbrotnaði annar en hinn skarst á hendi.
Þetta kemur fram í dagbók næturvaktar lögreglu.
Þar segir jafnframt að ung kona hafi rotast í miðbænum við það að detta niður stiga. Var hún send með sjúkabifreið á bráðadeild til aðhlynningar.
Talsvert var um umferðarlagabrot. Einn ökumaður á Seltjarnarnesi reyndist þannig ekki hafa gild ökuréttindi og ók um á ótryggðri bifreið. Númerinu voru klippt af tækinu og ökumaðurinn handtekinn.
Þá var tilkynnt um innbrot í póstnúmeri 105 um hálf tvö í nótt þar sem tveimur rafskútum var stolið. Er verðmæti þeirra sagt hafa verið um 450.000 krónur.