fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Grimmd í Reykjavík: Svarar fyrir brot sín gegn maka fyrir luktum dyrum – Lamdi, nauðgaði og kastaði húsgögnum í konuna

Heimir Hannesson
Laugardaginn 16. október 2021 16:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er nú rekið mál héraðssaksóknara gegn manni fyrir ítrekuð, gróf og grimmdarleg ofbeldisbrot gegn fyrrum sambýliskonu sinni á mánaðartímabili í lok árs 2018 og byrjun árs 2019.

Er maðurinn í ákæru sagður hafa í byrjun desember 2018 kastað konunni utan í húsgögn og kýlt hana í bringuna með krepptum hnefa í bringuna. Hlaut konan af þessari árás mannsins mar á olnboga og víða um líkamann.

Á milli jóla og nýárs það sama ár mun maðurinn hafa veist að konunni með spörkum og slegið hana í andlitið. Þegar konan náði að hlaupa undan manninum út úr íbúðinni og fram á stigagang er hann sagður hafa dregið konuna aftur inn í íbúðina með hendur utan um háls hennar, farið með hana þannig inn í svefnherbergi, afklætt hana og nauðgað henni. Hlaut konan mar og sár víða um líkamann auk fjölda marbletta af árásinni.

Loks er maðurinn ákærður fyrir grófa líkamsárás og brot í nánu sambandi með því að hafa í lok janúar haldið konunni niðri í gólfi íbúðar þeirra og svo kastað konunni á sjónvarpsskenk.

Konan krefst tveggja milljóna miskabótagreiðslu úr hendi mannsins og gerir saksóknari jafnframt þá kröfu að maðurinn verði dæmdur til refsingar og að hann greiði sakarkostnað samkvæmt reglum þar um.

Málið hefur þegar verið þingfest og verður næsta fyrirtaka í málinu þann 20. október í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þinghaldi í málinu er lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“